Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 38
228 KIRKJURITIÐ Næsta ákvæði um húsvitjanir er í 14. gr. tilskp. um fermingu ungmenna á íslandi 29. maí 1744, og er þar kveðið nánar á um þessa skyldu: Prestar skulu, til að kynna sér sem bezt, hvemig foreldrar og húsbændur rækja fræðslu barna og hjúa sinna, svo oft sem þeir koma því við, og aldrei sjaldnar en tvisvar á ári, vitja hvers húss í sóknum sínum. Skulu þeir þá, jafnframt því sem þeir kynna sér heimilisbrag almennt, líta eftir, hvaða aðferðum sé beitt við fræðsluna, og í kærleika veita nauðsyn- legar áminningar til betrunar. Þar kom fljótt, að kóngi þótti ekki nógu rækileg fyrirmælin. Fyrir því sendir hann frá sér tilskipun um húsvitjanir 27. maí 1746. Segir þar að upphafi, að ákvæði séu að vísu fyrir í téðri 14. grein, en „vér höfum þó fundið oss knúða til að mæla nán- ar fyrir um og fyrirskipa slíkar húsvitjanir". Tilskipun þessi er allmikill bálkur, sem í tímans rás hefir minnkað og gengið saman eftir því, sem þjónusta ýmiss konar dróst úr höndum presta og var fengin öðrum aðilum í hendur. Þær fáu greinir, sem eftir eru, sýna þó að nokkru anda hennar. Þau ákvæði til- skp., sem standa enn, hafa þannig að nafninu til gilt á 3. öld. Sér það líka á, því að vart mun framar eftir henni farið að öðru leyti en því, að „prestarnir á íslandi skulu . . . vitja þeirra safn- aðar í þeirra hús og hýbýli“. (1. gr.). n. Þeir félagar Ludvig Harboe og Jón skólameistari Þorkelsson dvöldust hér á landi frá því í ofanverðum ágústmánuði 1741 til jafnlengdar 1745, sem kunnugt er. Haft er fyrir satt, að mjög hafi skipt til hins betra við komu Harboes hingað til lands, og prestar síðan rækt miklu betur embættisstörf sín, einkum barnafræðslu og húsvitjanir, enda brýndi hann þessi störf hvor tveggja mjög fyrir kennimönnum. Fjöldi þeirra lagaboöa um málefni kirkjunnar, er sett voru næstu 5—10 árin eftir komu Harboes hingað, eru runnin und- an rifjum hans beint eða óbeint. Margar tillögur hans voru til bóta, víst er um það, þótt sum ákvæði, sem voru sett fyrir at- beina hans, þættu lítt henta hér og féllu því niður sjálfkrafa. Auk tilskipunar um húsvitjanir eru nokkur fyrirmæli, sett að tilhlutan Harboes, enn í gildi. Má ætla, að undan rifjum hans sé runnin: Tilsk. áhrærandi ungdómsins catechisation á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.