Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 203 hann hefir afrekað, hlotið og gefið. Enginn getur verið öllu dómbærari en hann sjálfur um höfuðuppsprettu þeirra lífsheilla. Viðtalið endar á þeirri skýringu hans: „Við sögðum: — Þú hefir auðvitað þungar áhyggjur? Hann svaraði: — Nei, ég hefi engar áhyggjur. Þetta gengur allt sinn gang. Það breytir engu, þótt maður hafi áhyggjur. Og svo er það konan og bænin." Hitt viðtalið er við „Þórarin á Melnum“, elzta eyrarverka- manninn í höfuðborginni. Hann varð níræður 8. maí. Ég tek hér litlar glefsur: „Eftir nokkra þögn, sagði ég við Þórarin: — Þín sterka trú hefir auðvitað hjálpað þér á sjónum? Hann svaraði: — Já, það máttu vita. Þegar ég var á Gunnu í Nesi, lágum við eitt haustið á Arnarfirði á lóðafiskiríi. Karlinn vildi endi- lega leggja af stað, en ég var á móti því, hafði séð veðrið fyrir. Ég fór niður að sofa, til að leggja áherzlu á mótmæli mín, en þá varð skipstjórinn reiður, kom niður og sagði, að ég hræddi mannskapinn. Ég svaraði: Þeim veitir ekki af að hafa nægan tíma til að biðja fyrir sér. Nokkru síðar gerði vitlaust veður, og við lentum í 18 daga hrakningum. Þegar okkur hafði hrakið austur fyrir land og vorum komnir undan Garðskaga, skall á vestan útsynningsstormur og foráttubrim. Þá sagði skipstjór- mn: — Guð hjálpi okkur, eigum við nú að farast hérna! Ég kallaði þá upp með grimmri röddu: — Nei, í Guðs nafni upp með seglin og öll rif úr. Þá datt á dúnalogn, og ég hefi aldrei séð sléttari sjó á ævi minni. Þessi sami skipstjóri fór síðar á mótorbátinn Argo frá Vestmannaeyjum. Ég hitti hann á götu hér í bæ skömmu áður en hann fór til Eyja. Hann var í lág- um stígvélum. Ég sagði við hann: — Þú veður upp fyrir þau þessi í Eyrarbakkabugtinni. — Heldurðu það? sagði hann. — Já, það er enginn vafi, sagði ég. Þetta voru síðustu orðin, sem við töluðum saman. Hann fórst skömmu síðar með Argo í Eyr- arbakkabugtinni. ... Ég bæti hér við von Þórarins um vistina hinum megin: '— Segðu mér að lokum: Hefirðu verið ánægður með lífið? —- Já, ég er ánægður, meðan ég er ekki upp á aðra kominn. En nú fer þetta að styttast. — Kvíðirðu fyrir?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.