Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 221 ekki staðið þar við hlið kenningar Krists um Guð sem kærleiks- ríkan og fyrirgefandi föður, •— þá var ekki nægilega gætt hófs og svo einhliða áherzla lögð á kærleika Guðs og fyrirgefningu, að hugmyndir manna um hinztu reikningsskil við jarðnesku ævilokin mótuðust alvöruleysi, sem engan veginn fær sam- rímzt kenningu Krists. Og við þetta situr enn í hugarheimi fjölda manna, að svo er látið, svo er hugsað, svo er talað sem kærleikur Guðs breiði yfir flestar eða allar misfellur á liðinni jarðlífsævi mannsins, og ekkert sé framundan annað en sólarbros og sumarlandsdýrð, þegar jarðlífinu lýkur, hafi ekki beinlínis verið lifað í glæp- um, hatri og grimmd. Ríki maðurinn, sem samtíma var vesalingnum Lazarusi, var hvorki glæpamaður né grimmdarseggur, heldur miklu líkari mönnunum, eins og þeir gerast upp og ofan, en oss kann að vera ljúft að sjá. Fékk hann uppgjöf saka og englafaðmlög, þegar yfir landamæri heimanna var komið? Kristur segir aðra sögu af því. Eða ríki bóndinn, sem annað guðspjall sama sunnudags segir frá, hvað um hann? Engin ástæða er til þess að ætla, að hann hefði verið grimmur maður, glæpaseggur, ekki einu sinni létt- úðugur nautnaseggur. Nei, hann kann öllu fremur að hafa ver- ið fyrirmyndar borgari, e. t. v. góður heimilisfaður, e. t. v. góð- ur húsbóndi hjúum sínum, en líklega vinnuharður, og þó senni- lega kröfuharðari í þeim efnum við sjálfan sig en aðra. En eilífur alfaðir, sem hafði elskað þennan mann, eins og væri hann einkabarnið hans, vakað yfir honum, veitt honum náð á náð ofan, mettað daga hans miskunn, látið honum dýrar gjafir í té, — hann átti þó ekki nema eitt orð yfir líf hans og starf, þegar hann kom úr jarðardvölinni: Heimskingi. Hvers vegna? spyr hrelld og óttaslegin mannssálin, handan við gröf og dauða, er hún heyrir þennan dóm. Heimskingi, vegna þess að þú gleymdir sál þinni, en nú áttu ekkert nema hana. Þar sem þú ert nú, heyrir þú ekki hamars- höggin og ysinn á uppboðinu, sem er verið að halda heima á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.