Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 40
230 KIRKJURITIÐ og almannaskráningu nr. 31 27. marz 1956, en þar segir: „Sókn- arprestar skulu, er þeir húsvitja á hverju hausti, safna upplýs- ingum um allar breytingar, sem orðið hafa á aðsetri manna miðað við síðustu íbúaskrá, og í því sambandi ber þeim eftir föngum að afla vitneskju um fullt aðsetur hvers einstaklings, sem hefir tekið sér annað aðsetur en hann hafði samkvæmt síðustu íbúaskrá." Hér er sóknarprestum fengið það verkefni við húsvitjanir að safna upplýsingum um breytingar á aðsetri manna í prestakallinu, en manntalsskylda burtu felld. Einnig er skýlaust tekið fram það, sem aldrei voru ákvæði um í tilskp. 27. maí 1746, hvenær prestar skuli húsvitja: Á hverju hausti. Söfnun gagna þeirra, sem um getur í 20. gr., er þó ekki lögð á herðar öðrum en sóknarprestum „utan kaupstaða", sbr. 2. gr. sömu laga, en það haggar þó engu um hitt, að húsvitja skal „á hverju hausti“. Hitt er svo annað mál, að ógerningur er þeim, sem í þéttbýli þjóna, að húsvitja hvert heimili árlega. IV. í hirðisbréfi biskups 1954 segir hann m. a.: „Húsvitjunum mun mjög hafa hnignað hér á landi á undanförnum áratugum kristnilífi þjóðarinnar til tjóns.“ Ekki verður dregið í efa, að rétt sé hermt, en ósagt skal látið, hverju sú hnignun sætir. Ekki verður augum lokað fyrir því, að óneitanlega færi bet- ur á, áð einhver heillegri fyrirmæli væru til um þetta veiga- mikla starfs prestsins, þar sem vanræksla á því er „kristnilífi þjóðarinnar til tjóns“. í þeim ákvæðum tilskp., sem enn eiga að heita í gildi, er gjört ráð fyrir, að biskup og prófastar hafi eftirlit með, að prestar ræki húsvitjanir eftir getu. Vissulega mundi skapa nokkurt aðhald, ef eitthvert þess konar eftirlit væri rækt. Um fjölmörg lagafyrirmæli um kirkjumál gegnir sama máli og um húsvitjanir, að ákvæði þeirra eru úrelt orðin. Hér er ærið verkefni fyrir kirkjuþing að veita nýju blóði í kirkjulög- gjöf Islendinga, svo að ákvæði um kirkjumál séu í nokkru sam- ræmd breytingum á þjóðlífsháttum þau nálega 700 ár, sem lið- in eru, síðan elztu gildandi ákvæði voru sett. Bjarni Sigurösson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.