Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 44
234 KIRKJURITIÐ langt mál að gefa þó ekki væri nema örstutt yfirlit söngmenn- ingar á íslandi um aldirnar. En þess verður þó að geta, að þegar 1106 var fyrsti söngkennarinn kallaður til Islands, fransk- ur munkur, til þess að kenna íslendingum tíðasöng, og 1594 gaf Hólabiskup út grallara fyrir íslenzku kirkjuna, og var hann notaður í meir en hundrað ár. Það er óvefengjanleg staðreynd, að kirkjusöngur blómgast á íslandi. Og ríkið styður hann og styrkir með þeim hætti, sem einstætt er á Norðurlöndum. Þannig hefir Alþingi að hvöt- um Sigurgeirs Sigurðssonar stofnað embætti söngmálastjóra, sem á að starfa að eflingu kirkjusöngsins um land allt og stofna kirkjukóra í þeim söfnuðum, þar sem þeir eru ekki fyrir. Þessu embætti gegnir nú Sigurður Birkis, eldheitur áhugamaður, sem leggur sig allan fram fyrir þetta mál. Hann tók þátt í móti okkar og lét svo um mælt meðal annars: ,,Það er sérstaklega nú á 20. öldinni, sem söngmenningunni hefir örast farið fram hér á landi. Við höfum 286 kirkjur á landi voru, og í 155 af þeim eru kirkjukórar. í hverju prófasts- dæmi er kirkjukórasamband, og svo eru öll kirkjukórasam- böndin í Kirkjukórasambandi Islands. Það er yndislegt að hugsa til allra þessara söngvara í Kirkju- kórunum út um landið, nokkrir í mjög fámennum sóknum, því í sumum sóknum eru ekki fleiri en 60—80 manns. Margir verða að fara miklar vegalengdir til að komast á æfingarstað, jafnvel 15—20 km. En nú eru vegirnir betri en í gamla daga, og því auðveldara að komast ferða sinna nú en þá var. Margir þurfa þó enn þá að fara gangandi, og sumir ríðandi, en allflestir munu ferðast í bifreiðum. En hvernig þeir komast eða hversu langt sem þeir þurfa að fara, þá er það regla, að þeir mæta til söng- æfinganna svo stundvíslega, eins og þeir væru að mæta í einka- söngtíma í Kaupmannahöfn eða Mílanó. Já, það er yndislegt að hugsa til allra þessara kirkjukóra og til þeirra einsnögvara, sem hafa fengið sína undirstöðu- menntun í kórunum, og síðan farið til framhaldsnáms til ann- arra landa, syngjandi gleði og frið í allra hjörtu, hvar sem þeir koma. Því það er sannarlega ekki vélamenningin, sem gildir á al- varlegustu augnablikum. Ekki vélamenningin, sem gefur fólki bezta og sannasta hamingju, þótt nútíðin geti sýnt okkur, hvað

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.