Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 4
146
KIRKJURITIÐ
er mannlegri reynslu. Þeir hryggjast yfir því, að grafarró hef-
ur verið raskað, óttast, að óvinirnir hafi numið líkamann á
burt, ekki unnt honum hvíldar í gröf sinni.
Og það er ekki fyrr en þeir hafa fengið að sjá hinn upprisna,
sem þeim verður ljóst, hvílík stórmerki hafa gerzt og páska-
trúin og páskagleðin vakna.
Tómas neitar jafnvel að trúa samhljóða vitnisburði hinna
tíu nánu vina sinna, sem allir bera, að þeir hafi bæði heyrt og
séð, neitar að taka nokkuð trúanlegt annað en sín eigin skiln-
ingarvit, tekur ekkert annað gilt en það, sem hann hefur feng-
ið sjálfur að sjá og þreifa á.
. En þegar hann viku síðar fær þessa ósk uppfyllta, þá fellur
hann fram sigraður og játar meistara sínum trúarinnar stærstu
játningu: Drottinn minn og Guð minn.
Það, sem hafði gerzt í sólroða þessa dýrlega morguns, var of
stórt, of mikilfenglegt til þess að jafnvel þeir útvöldu menn,
sem sérstaklega höfðu verið undir þetta búnir með fræðslu og
daglegu samneyti við Jesúm, gætu trúað því viðstöðulaust, eða
tileinkað sér það, þótt þeir heyrðu frá því skýrt.
En það, sem þeir fengu að sjá og reyna, sannfærði þá. Þeir
trúðu. Líf þeirra fylltist af fögnuði fullvissunnar: Kristur er
upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn.
Þessi nýja trú upprisunnar, sem verið var að gróðursetja
meðal mannanna, þurfti að vera vel staðfest. Þeir fengu góð-
an tíma. Hér gat ekki verið um misskilning eða missýnir að
ræða, einstakt fyrirbæri, misskynjun, vegna sorgar og andvöku
og hinna þungbæru atvika, sem komið hafði þeim úr jafnvægi-
í 40 daga lét hann þá sjá sig, gleðidaga. Þeir fengu að virða
fyrir sér undrið, fara höndum um það, endurþekkja nálægð
hans, verða samgrónir þessum veruleika. Trúin á upprisuna
varð rótgróin sannreynd, sem hafin var yfir efasemdir. UpP'
risan var jafnörugg staðreynd sem sólarljós dagsins.
Ef lærisveinarnir fyrstu þurftu nokkurt ráðrúm frammi fyr-
ir hinni tómu gröf, til þess að sannfærast um, hvað gerzt hafði,
þá er sízt að furða, þótt síðari kynslóðir reynist stundum treg-
ar að trúa, því að undrið er hið sama og hverri kynslóð, hverj-
um einstaklingi nýtt, svo stórkostlegt að mikilvægi og víðáttu
áhrifa, að trauðla verður til nokkurs annars jafnað en sjálfrar
sköpunarinnar, svo ótrúlegt, að í rauninni getur enginn maður