Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 159 Lambsins hefur sigrað myrkur veraldarinnar. í ljósi hennar skulu þjóðirnar lifa. Dýrð og vegsemd þjóðanna mun þangað flutt verða. Öllu því, sem er rauverulegt og varanlegt í þeirri vegsemd, mun saman safnað og það mun verða ummyndað í ríki ljóssins. III. Kirkjan, Ijós heimsins. Eins og það ljós Föðurins, sem enginn getur séð, er gert sýnilegt í heiminum í persónu Sonarins, þannig mun ljós Son- arins skína í heiminum gegn um kirkjuna. Og meðalgangar- lr>n, sem gerir henni mögulegt að bera náð Guðs og sannleika vitni, er Heilagur Andi (Jóh. 14,15-21 og 16,12-15). 1- Þér eruö Ijós í Drottni. Sigur Jesú Krists yfir veldi myrk- ursins er sá punktur, sem saga veraldar snýst um, en þetta veit veröldin ekki. Aðeins þeir, sem upplýstir eru af ljósi uppris- unnar, vita, aö allt er þegar fullkomnaö. Þeir, sem trúa, eru farnir yfir frá myrkrinu til Ijóssins, frá dauðanum til lífsins. Satt er að vísu það, að myrkur veraldarinnar er ennþá um- hverfis þá. En að svo miklu leyti sem þeir eru í Drottni, er Þetta myrkur þegar sigraö. >,Gerið Föðurnum þakkir“ segir Páll postuli, „honum, sem hefur gert oss hæfa till þess að fá hlutdeild í arfleifð hinna heilögu í ljósinu". Hann hefur frelsað oss frá yfirveldi myrkr- anna og umbreytt oss til konungsríkis síns elskaða sonar (Kol. ■^'12 e. enskri þýð.). Og aftur segir hann: Eitt sinn voruð þér 'uyrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni (Efes. 5, 8). Þér eruð allir synir ljóssins og synir dagsins; vér erum hvorki nætur- innar né myrkursins (I. Tess. 5, 5). hetta er allt í Drottni: Hann er ljósið, allir þeir, sem hon- Um heyra, allir sem hafa sett trú sína og von á hann, eru inn- an þessa sviðs, sem Ijósinu heyrir. Myrkrið hefur misst sín völd yfir þeim. En með þessu ,,nú þegar“ fylgir einnig „ekki enn“. Vér verð- Um lifa lífinu (framganga) í þessu ljósi, vér verðum að era ávexti ljóssins (sjá Efes. 5, 9-14, sbr. Jóh. 18,12 og 12, 36 I. Jóh. 1, 7). vér verðum aö búast hertygjum Ijóssins (Róm. 3,12-14, sbr. Efes. 6,10-18). Vér verðum að láta það koma ram 1 öðrum staðreyndum, hvað vér erum þegar í Honum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.