Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ
179
þéttbýlinu — ef þá nokkurri — yfir hinn gamla bjargræðis-
tíma.
Rauðikross íslands og fleiri mannúðarfélög hafa rekið sum-
ardvalarheimili fyrir börn. Þjóðkirkjan hefur líka komið á fót
surnarbúöum á Löngumýri sem kunnugt er. Allt er þetta til
bóta. En mikið vantar á, að það fullnægi þörfinni. Nú hefur
m- a. komið fram hugmynd um að nota suma héraðsskólana
sam sumardvalarstaði fyrir börn. Einnig það er vel athugandi
°g getur verið framkvæmanlegt. En í þessu sambandi má ekki
Steyma, að börnin og unglingarnir þurfa að hafa heppileg við-
fangsefni, hvar sem þau dveljast. Það var mestur kostur sveita-
heimilanna að tengja börnin lífböndum við náttúruna og skepn-
urnar og æfa þau við fjölbreytt störf. Það verður aldrei gert
ems á fjölmennum stofnunum, þótt í sveit séu. En margt má
þ° gena í því efni meira en nú er.
Annars er ég þeirrar skoðunar, að vér eigum að koma á
þegnskylduvinnu unglinga. Hef minnzt á það áður og fer ekki
ut í þá sálma að sinni.
Húsgangar.
Fyrstu vísuna, sem hér fer á eftir, kunna fjölmargir. Ég hef
alltaf haldið hana skagfirzka. Ekki alls fyrir löngu sagði Frí-
mann Jónasson skólastjóri mér, að þegar hann var að alast upp
,r fyrir norðan, hafi vísurnar verið þrjár, sem fylgdust að. Set
eS þær því hér allar, þótt ekki sé fullvíst, að þær eigi saman.
Illt er að halla á ólánsmann,
ætti varla að gera,
það hafa allir eins og hann
einhvern galla að bera.
Reyndu á öllu að hafa hóf,
hættu fólk að lasta.
Aldrei skyldir þú á þjóf
þungum steini kasta.
Þó að hrösun hans sé ljót
og hegning fylgi að vonum,
það er eitthvert ættarmót
yfir þér og honum.
e ta er betra geymt en gleymt. Gunnar Árnason.