Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 147 trúað því, þótt honum sé sagt það, ekki nema fyrir sérstaka, andlega reynslu. Menn neita e. t. v. ekki upprisunni, samþykkja jafnvel að hún muni hafa átt sér stað. En að trúa henni, það er meira en að samþykkja. Það er að þekkja páskasólina, eiga hana, yl hennar og birtu í barmi sér. Sú páskasól er sjálfur Drottinn, og þegar þú þekkir hinn lofsyngjandi fögnuð hjart- ans yfir því, að hinn dýrlegi og upprisni Kristur er Frelsari v°r, þá áttu páskatrúna, upprisutrúna, von eilífs lífs. Þegar sagt er frá upprisu og tómri gröf á páskum, þá er að vísu sáð hinu góða sæði, og blessaður sé hver, sem því sáir. En það þarf meira til en að heyra sagt frá þessum ótrúlega atburði, til þess að eignast páskatrúna. Hún kemur oftast með þeim sama hætti og fyrr í Jerúsalem, fyrst er fréttin, svo er reynsla og trú. Ekki þannig, að menn fái á öllum öldum að sjá hinn upprisna og fara höndum um hann, eins og hinir fyrstu. En eitt af því, sem ávannst á pásk- unum, var ævarandi uppfylling þessa fyrirheits Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar. Og í samfélagi kirkjunn- ar um Guðs orð, lofsöng, bæn og sakramenti er hann nálægur. Og nálægð hans veitir hverri mannssál nýja gleöidaga, hún vek- Ur trúna, laðar fram lofsönginn, gefur von með fullri vissu. Sá Jesús, sem kirkjan lofsyngur og tilbiður, birtist oss þar sem hfandi Drottinn. Sú trúarreynsla gefur börnum hvers tíma nýtt hf í gamla lofgerð: Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega uPprisinn. Ingólfur Ástmarsson. •á maðurinn einn, sem allt í náttúrunni endurlifnar þó vegna — ®kki sjálfur að vita af neinni upprisu? Á manninum einum —- herra Jarðarinnar! — að vera sáð í bera moldina með minni forréttindum en sáðkorninu, sem hann þó leggur sér til munns? — Young. Þú mátt trúa því, að lífið er ekki jafn dapur draumur og marg- Ur spekingurinn segir. Oft spáir lítill morgunskúr fögrum degi. — Qharlotte Bronté. Eg tel þetta líf vera eins og nokkurs konar Grettistak, sem vér e'gum að reyna krafta sálarinnar á. — Browning.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.