Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 42
KIRKJURITIÐ 184 allra manna, og er það eitt ærið verkefni hverju bræðrafélagi, hverju nafni sem það nefnist, hvort heldur það er opinbert, eins og bræðrafélög kirknanna, eða leynilegt, eins og bræðra- félög Góðtemplara, Oddfellowa, Frímúrara eða Rósicrúsíana. Kemst Pétur postuli þannig að orði: „Virðið alla menn, elskið bræðrafélagið, óttizt Guð, heiðrið konunginn.“ Mörg önnur hlutverk eru bræðrafélögum ætluð, auk þessara tveggja aðalhlutverka. Beinn og óbeinn stuðningur við kirkj- una og prestinn í öllu hans vandasama og mikilvæga starfi. Aukin trú og kirkjurækni þeirra sjálfra fyrst og fremst og efl- ing bræðrafélagsins. Sívakandi grandvarleiki og staðföst hvatn- ing allra safnaðarmeðlima, einkum barnanna og unga fólks- ins, til aukins starfs og virkrar þátttöku í guðsþjónustunni sjálfri með söng, tóni og bænalestri. Hlutverkin, sem bíða bræðrafélags okkar, eru margvísleg og störfin mikil, og krefjast mikillar alúðar og atorku, en margar hendur vinna létt verk. Stofnun bræðrafélags Neskirkju mun vissulega verða heilla- drjúgt og mikilvægt framfaraspor í safnaðarlífi Nessóknar, og vona ég, að starf þess verði varanlegt og árangursríkt og eflist að vöxtum eftir því sem tímar líða. Esra Pétursson. (Erindi flutt í Neskirkju ó framhaldsstofnfundi Bræðrafélags Nes- sóknar 31. janúar 1960.) Sonur Max Planeks, eðlisfræðings og Nóbelsverðlaunahafa, var tekinn af lífi á dögum Hitlers. Samúðarbréfi frá vini sínum svaraði vísindamaðurinn á þessa leið: „Þér segist vera þess fulltrúa, að ég sér fær um að bera þessa sorg, án þess að bugast. Og mér er það til styrktar, að ég hef frá barnsárum mínnum átt bjargfasta trú á hinn almáttuga Guð. Tel ég þá trú mikla náðargjöf og henni fær ekkert haggað. Sannarlega eru vegir hans ekki vorir vegir, en traustið á honum veitir oss þrek til að þola hvaða þraut sem er.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.