Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 173 ir hvarvetna ráð fyrir honum sem sjálfsögðum hlut. Og það hlýtur hver sá að gera, sem trúir á föðurkærleika Guðs eins og hann gerði. Jafnvel Darwin, sem stundum þótti veikur í trúnni, segir þó á einum stað: „Það væri óbærileg tilhugsun, ef maðurinn og aðrar skyni bornar verur væru dæmdar til glötunar eftir svo langa og merkilega þróunarsögu.“ Að tala um faðerni Guðs og halda því síðan fram, að hann tortími börnum sínum, væri ekki annað en hrein fjarstæða. Með ódauðleikatrúnni mundi um leið hrynja trúin á Guð. En þá fengist engin skýring á undrum veraldar. Skynsemin hlýtur því að knýja oss til þessarar trúar engu síður en kærleikurinn. Og þá eru eftir vitnisburðir allra hinna mörgu sjáenda, sem borið hafa vitni um það, að vér séum raunverulega umkringd himneskum herskörum, veldi lífsins sé ómælanlegt, möguleik- ar framhaldslífsins takmarkalausir. Um aldur hefur kristin kirkja haldið þessu fram, allt frá vitnisburðunum fyrstu um uPprisu Krists og til síðustu tíma, er menn hafa talið sig vera 1 sambandi við framliðna vini og hjálpendur. í þessari trú höfum vér staðið við grafirnar öld eftir öld og huggað hvern annan í sorg og mótlæti. Yfir duftinu hefur sól Páskanna skinið oð grætt kumblin eitt eftir annað, þar sem samferðamennirnir hafa brotið saman sitt slitna og lúna ferða- tjald og horfið inn í blámóðu himnanna. Ofullgerða hljómkviðan. Nú er þekking vor í molum, en þegar hið fullkomna kemur, hður það undir lok, sem er í molum. Líf hvers manns er eins °g ófullgerð hljómkviða. Bak við skuggann og ráðgátuna skynj- ar hann það, sem vantar. Þar öðlast lífið meiri fylling. Ekki alls fyrir löngu var mér sögð saga, sem ég veit að er sónn, því að hún hefur ekki farið margra á milli. Nngur maður sat inni í stofu hjá móður sinni og systrum. Allt 1 einu segir hann: >>Hvaðan kemur þessi yndislega sönglist?“ Enginn heyrði sönglistina, nema ungi maðurinn. Stundar- horn starði hann hugfanginn fram undan sér, þangað til hann lyftl höndunum eins og í bæn, fagnaðarsvipur kom á andlitið °g hann hvíslaði frá sér numinn:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.