Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ
165
°g láta mér þykja vænt um þá. Vér erum hver annars limir,
Vegna þess að Guð lætur sér annt um oss alla. Það er skylda
vor að elska náunga vorn eins og sjálfa oss, jafnvel þótt oss
falli hann ekki í geð, og Kristur sýnir oss, hvað slík mannást
merkir.
Og fyrst og fremst get ég horfzt í augu við sjálfan mig. Ef
Guð laetur sér annt um mennina, þá er ég einn í þeirra tölu,
Sem honum er umhugað um, og ég ber þá líka ábyrgð gagn-
Vart honum. Og strax og ég tek að breyta gagnvart honum á
þann veg, veitir hann mér vitneskju um sumt af því, sem mér
er að öðrum kosti hulið, og gefur lífi mínu fótfestu, einingu
°g tilgang.
1- Ég verð ekki jafn sjálfbundinn og áður. Gremjan og nöldr-
og taugastríðið og hörmungarnar í lífinu stafar mest af því,
hvað vér hugsum mikið um oss sjálf. Guð gefur oss annað og
hetra til að hugsa um: sem sé sig og aðra menn.
2. Ég kemst að raun um, að Guð ætlar mér að vinna ofur-
htið af verki sínu í heiminum. Mér er slíkt hollt, enda verkið
þess vert, að lögð sé hönd að því: Það miðar að því, að ég
S1grist á því illa í fari minu og annarra — ekki með enn meiri
hlsku, heldur með góðu.
3. Ég þreifa á því, hvað ég er fátækur í anda — það er
rner líka til góðs. Mér fer líkt og hermanninum, sem mælti við
h>rottin vom: „Ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir
þak mitt!“ Það er rétt svar við gæzku og tign Guðs, og hann
svarar því undursamlega af sinni hálfu.
4. Sá kraftur og sú nálægð Guðs, sem ég finn til í mínu eig-
ln lífi, íklæðist raunverulegri lífsmynd í persónu Krists. Það er
niest vert af öllu. Því að Jesús kennir mér að þekkja Guð og
h’eysta honum af heilum hug og hjarta.
Éf til vill vitið þér þetta allt áður. Sé svo ekki, þá leitið þess
°g þér munuð reyna það. Byrjunin er sú að segja af fullri
hreinskilni: „Ég trúi, Drottinn; en hjálpa þú vantrú minni!“
G.F.Fisher erkibiskup (G.Á.).
• hvers lifum vér, ef ekki til þess aS gera hver öðrum veröld-
Ina ögn bærilegri. — George Eliot.