Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 43
Sonar míns saknað. Eftir Daníel A. Poling. Föstudag einn síðdegis fékk ég símskeyti frá yngsta syni ttunum, Clark, sem þá var í heimavistarskóla. Skeytið var á þessa leið: „Hittu mig á Grand Central-járnbrautarstöðinni í ^ew York klukkan 11 á morgun. Stop. Mjög mikilvægt. Stop. Láttu mömmu ekkert vita. Stop. Kveðja. Clark.“ Ég varð áhyggjufullur, er ég hafði lesið skeytið. Clark var að vísu góður piltur, en hann var þó stundum dálítill galgopi, °g mér datt í hug, að hann hefði nú kannske gert eitthvert glappaskot. Þegar lestin kom í áfangastað kl. 11 næsta dag, var Clark sá fyrsti, sem kom á stöðina. „Við skulum koma á skrifstofu bína,“ sagði hann, og við héldum beint til Marble Collegiate Church, en þar var ég þá þjónandi prestur. Þegar við komum ltln, settist Clark á móti mér, studdi höndunum sinni undir v°ra kinn, og horfði á mig spyrjandi augum. Hvað gat hon- Um legið á hjarta? Mér þótti sem ég væri sjálfur í nokkrum Vanda staddur þarna sem ég sat og horfði í dökku augun hans. & beið eftir því, að hann ryfi þögnina. Loksins kom það: '.Pabbi, hvað getur þú sagt mér um Guð?“ En hvað mér létti! Ég var að vissu leyti glaður yfir því, að sPurningin kom svo óvænt. Sennilega mundi þessum unga anni nægja tiltölulega einfalt svar, sem ekki var rökhugsað. ..Það er nú ekki næsta mikið, drengur minn,“ svaraði ég. ” g veit í raun og veru lítið um Guð. Miklu minna en ég ætti að vita. En það, sem ég veit og lífið hefur kennt mér, hefur Sefið lífi mínu tilgang." Svona byrjaði það. Við töluðum saman í margar klukku- stundir, og þegar við komum heim, leit konan mín á okkur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.