Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 46
188
KIRKJURITIÐ
styrjöldinni, bauð Clark fram þjónustu sína sem herprestur.
Fyrir nokkrum mánuðum hafði hann þó sagt við mig, að hann
myndi ekki fara í herinn, ef til styrjaldar kæmi. Ég vissi þó,
hvað fyrir honum vakti: Hann gat ekki sætt sig við það, hið
innra með sér, að hann fengi að lifa við meira öryggi en aðrir.
„Ef það er þér nokkur huggun,“ sagði ég, „hefur þú sem prest-
ur fræðilega möguleika til að vera drepinn, þótt þú berir ekki
vopn. í fyrri heimsstyrjöldinni féllu hlutfallslega jafnmargir
prestar sem aðrir liðsforingjar.“
Þetta hafði auðsjáanlega djúp áhrif á hann.
Eftir stutta undirbúningsmenntun fékk hann liðsforingja-
nafnbót, og í nóvember árið 1942 fékk hann skipun um að fara
til Evrópu. Hann kom til Fíladelfíu ásamt konu sinni, Betty,
og tveggja ára syni sínum, til að kveðja okkur. Betty sneri
aftur heimleiðis skömmu síðar. Hún átti von á öðru barni sínu.
Bréfin, sem hún fékk frá Clark, sendi hún svo aftur til okkar.
Hann hafði búizt við að verða sendur til Evrópu, en þeirri
ákvörðun var breytt, og í þess stað var hann ásamt tveimur
öðrum herprestum sendur til Grænlands. í einu af bréfum
hans stóð þetta:
„Ég er að vissu leyti ánægður með að vera sendur á þenn-
an stað. Þar er meira öryggi, en aftur mjög einmanalegt. Að
hinu leytinu olli þetta mér nokkrum vonbrigðum. Hugsunin
um hættur og hetjudáðir heilla okkur alla að vissu leyti. Ég
hef gert allt, sem ég gat og kannske meira en mér var leyfi'
legt, til að komast þangað, sem harðast mun verða barizt ..
Þetta var síðasta bréfið, sem við fengum frá honum.
Hinn 11. febrúar 1943 fékk Betty svo hljóðandi símskeyti
frá yfirherstjórninni: „Clarks er saknað.“ Næstu vikur lifðum
við öll í kveljandi óvissu.
Einmitt um þessar mundir var ég sendur til Evrópu í áríð-
andi erindum fyrir kirkjuna. Kvöld eitt, er ég var í Lundún-
um, heyrði ég í útvarpsfréttum, að skip hefði farizt í Norður-
Atlantshafi, og að f jórir amerískir prestar hefðu látið þar lífið-
Þegar ég nokkrum klukkustundum síðar lá í svefnvagni a
leið til Glasgow, sá ég í draumi son minn koma syndandi a
móti mér. Mér þótti sem ég fyndi sjávarlyktina. Ég heyrði
ekkert, sá hann aðeins rétta mér báðar hendurnar, og andlit
hans bar merki þjáninga. Ég reis upp í ofboði til að ná til hans,