Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 20
162
KIRKJURITIÐ
burði, sem bæði er fluttur í orði og verki. Þessi kapítuli Filippí-
bréfsins svarar til 5. kap. í guðspjalli Matteusar. Dýrð Sonar-
ins, sem lítillækkaði sjálfan sig og gerðist þjónn í hlýðni allt
til dauða, getur aðeins orðið kunngerð heiminum af kirkju,
sem mótar líf sitt eftir lífi hans og gerist þjónn.
4. Ég hef útvaliö yöur ... aö pér megiö opna augu þeirra,
svo aö peir megi snúa sér frá myrkri til Ijóss og frá Satans
valdi til Guðs (Post. 28,18, sbr. 9,17-19).
En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegur prestsdómur, heil-
ög þjóð, verði keyptur lýður, til þess að þér getið kunngjört
undursamlegar dáðir hans, sem kallaði yður út úr myrkrinu
inn í sitt undursamlega ljós, þér, sem áður voruð ekki neinn
lýður, en eruð nú Guðs lýður; eitt sinn höfðuð þér ekki með-
tekið náð, en nú hafið þér meðtekið náð (I. Pét. 2, 9-10).
Fyrsta greinin hér fjallar um kristniboðsköllunina „fremur
öllum öðrum“, það er köllun postula heiðingjanna. Kristniboð
postulanna varðveitir einstæð sérkenni, þar sem það er upp-
runi og grundvöllur alls annars kristniboðs. En í faðmi kirkj-
unnar munu allt af vera þeir, sem „teknir eru frá“, og Guð
varðveitir framtak þeirra og leyndardóm.
Síðari greinin fjallar um alla kristna menn. Markmið þeirra
er hér aftur að kunngjöra dáðir hans, sem kallaði yður út úr
myrkrinu inn í sitt undursamlega ljós. Það er í þessu, sem hinn
konunglegi prestsdómur allra kristinna manna er fólginn. Það
er presturinn, sem stendur frammi fyrir Guði í nafni manna
og frammi fyrir mönnum í nafni Guðs. Bæn og vitnisburður
eru tvö stig í prestdómi sérhvers kristins manns.. Hvernig g®t-
um vér haft opinberun hins undursamlega ljóss, sem er kær-
leikur Guðs í Jesú Kristi, án þess að standa frammi fyrir hon-
um í tilbeiðslu, í lofgjörð, í bæn? Og hvernig getur hjá því far-
ið, að Ijósið skíni frá þeim manni, sem hefur fengið það?
Þessi grein frá Pétri postula er grundvallandi að öllum hugs-
unum um þjónustu leikmanna í heiminum. Aftur er það her,
að þeir dreifa ljósinu, sem Kristur hefur gefið þeim, með þvl
að verða sammyndaðir Drottni, með bróðurlegum kærleika.
með auðmýkt sinni, með gæzku sinni, með þolinmæði sinm
(I. Pét. 3, 8-17). Það þýðir að vera ljóssins vitni, hvar sern
kringumstæðurnar láta oss vera, á verkstæði sem á heimili. 1
atvinnu- og borgaralífinu. Það þýðir, að láta sannleika Guðs