Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ
163
na til manna og hluta jafn eðlilega og lampaljós lýsir herbergi.
5. Ef vér segjum, aö vér liöfum samfélag viö hann og fram-
9ongum í myrkrinu, þá Ijúgum vér og lifum ekki samkvcemt
sannleikanum. (I. Jóh. 1, 5-7 og v. 11).
Koma Krists er samkvæmt Jóhannesi fyrst og fremst end-
u^reisn samfélags, sem glatazt hefur. Með því að fórna blóði
Slnu- sem úthellt var fyrir alla menn, hefur hann opnað hjört-
Um vorum samfélag við Föðurinn og við bræður vora, það er
hann hefur opnað oss fyrir ljósi Guðs, sem er kærleikur. Eftir
Þetta, þá er sá, sem ekki elskar, ennþá í myrkrinu; þrátt fyrir
°tastanlega kenningu er hann enn í myrkrinu (sbr. I. Kor. 13,
K~3 og Jak. 1,16-27 og 2,18-19). Hann blekkir sjálfan sig sorg-
^ega um hið sanna eðli trúarinnar. Að lifa í samræmi við sann-
teikann er að þjóna eins og Kristur hefur þjónað. Það er að
þekkja hann í sérhverjum náunga sínum. Jesús Kristur segir
°ss einnig, að samfélag vort í honum sé nauðsynlegt skilyrði
tyrir heiminn til að trúa, að hann sé raunverulega sá, sem send-
Ur er af Föðurnum (Jóh. 17, 20).
Eining, vitnisburður og þjónusta halda áfram að vera í óslít-
anlegum tengslum sín á milli.
Bæn um helgun til starfs vors.
Drottinn Kristur, þú sem ert hinn sanni vínviður og lind lífs-
nis og ert ávallt að gefa sjálfan þig, til þess að vér megum lifa:
u’ sem einnig hefur kennt oss, að þeir, sem vilja fylgja þér,
VeiÖi að vera fúsir til að leggja líf sitt í sölurnar þín vegna:
^ef oss að meðtaka í sálum vorum kraft þinnar eilífu fórn-
ar> svo að vér, sem hlutdeild eigum í bikar þínum, megum
^nnig hlutdeild eiga í dýrð þinni og að síðustu verða full-
°mnir gerðir í kærleika þínum. — Amen.
er Urn sanna verðleika eins og fljótið, sem lætur þeim mun
na yfirj sér sem það er dýpra. — Halifax.