Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 14
156 KIRKJURITIÐ fæðing a3 ofan er einskær náð, hún gerist ekki í krafti mann- legs máttar. Frá upphafi til enda er hún Guðs gjöf. c. Vér sáum dýrö hans. Orðið varð hold. Jóhannes hugleiðir leyndardóm holdtekj- unnar með augum trúarinnar. Og fyrir þann, sem lært hefur að sjá, er það í auömýkt holdtekjunnar, aö dýrð Fööurins Ijóm- ar í óendanlegum kœrleika (kap. 1,14, sbr. II. Kor. 4, 6). Þessi dýrð er Guðs eigin dýrð sem Frelsara. 2. Ég er ljós heimsins (Jóh. 8,12 og 9,5). Þessi orð: ,,Ég er“, sem oft koma fyrir í guðspjallinu, kalla fram orðin „Ég er“ í 2. Mós. 3,14. Til hinnar algjöru veru Föð- urins svarar hin algjöra vera Sonarins. Eins og Guð er ljós, þannig er Sonurinn ljós og Nicaeujátningin segir: Ljós af Ijósi. Jesús Kristur kemur inn í heiminn sem holdtekja alls þess, sem ljós merkir í Gamla testamentinu, sem holdtekja Lífsins sjálfs (Jóh. 11, 25), fagnaðarins (15,11), fyllingar, sannleika (14,6), frelsunar (8, 12) og samfélags Guðs og manns (17, 20). 1 hon- um finna maðurinn og heimurinn rök fyrir tilveru sinni, finna til hvers þeir voru hugsaðir og skapaðir frá eilífð. Hann er sannleikurinn um Guð, í algjörum heilagleika hans og kærleika. Því svo hefur Guð elskað heiminn, að hann gaf sinn eingetinn Son, til þess að hver, sem á hann trúir, skuli ekki glatast, heldur hafa eilíft líf (Jóh. 3,16). Sá, sem hefur séð mig, hann hefur séð Föðurinn (Jóh. 14, 9). Hann er sannleikurinn um manninn: Því hann er sjálfur sú mynd hins ósýnilega Guðs, sem maðurinn var kallaður til að vera frá upphafi tímanna. 1 honum mun maðurinn aftur finna sína sönnu ákvörðun (Kol. 1,15, sbr. I. Mós. 1, 27 og Róm. 8, 29 og I. Kor. 3,18), það er köllun sína til að vera Guðs barn. Hann er hjálprœöi heimsins, því hann endurreisir hann til samfélags við Guð, við aðra menn og til innbyrðis einingar (sbr. II. Kor. 5,19). Leyndardómur samfélagsins milli Föður og Sonar, samfélag kærleikans, er algjör eining viljans til að frelsa heiminn; þetta er leyndardómur þeirrar einingar, sem Jesús kallar lærisveina sína til: Að þeir verði allir eitt (Jóh. 17,20-23). Heilagur Andi er framkvæmandi þess samfélags, er samein-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.