Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 28
170 KIRKJURITIÐ Þetta segja þeir, sem trúa ekki á eilífðina. Og þeir fullyrða meira. Þeir segja, að aldrei hafi það spurzt nema einu sinni, að maður risi upp úr gröf sinni, og sú saga standist ekki vís- indalega gagnrýni. Auk þess hafi þessi maður átt að vera guð, og sé þá ekki að undra, þótt honum væru allir vegir færir. Slíkar goðsögur geti menn búið til sér til gamans, en engin vísindi geti tekið þær gildar. „Sjái ég ekki í höndum hans naglaförin, muni ég alls ekki trúa því,“ mælti raunhyggjumaðurinn Tómas. Trú og sannanir. Þannig hrópa margir á sannanir líkar þeim, sem teknar eru gildar í svo nefndum efnisvísindum. En í því efni er þá athyglisvert að gera sér þess fyrst grein, að jafnvel ýmsir stórfrægir vísindamenn, sem varið hafa mikl- um tíma til að rannsaka þessa hluti, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að engu minni sannanir séu til fyrir framhaldi lífsins eftir dauðann en mörgu því, sem almennt er talið gott og gilt í vísindum. Sannleikurinn er í raun og veru sá, að mest af því, sem al- mennt er kallað vísindi, er ekki annað en trúarbrögð fyrir þorra manna. Fæstir hafa annan úrkost en að treysta því, sem þeim er sagt af hæfustu mönnum á sviði efnisvísinda. Þegar Einstein kom fram með afstæðiskenningu sína, var það fullyrt, að ekki nema örfáir menn í öllum heiminum væru sökum stærðfræðilegrar kunnáttu sinnar dómbærir á, hvort þessi kenning gæti staðizt. Þessir menn féllust á hana, og síðan var hún tekin gild af öllum heimi sem vísindi. Ef vér fylgdum sömu reglum, hvað trúna á ódauðleikann snertir, mætti segja, að hún væri sönnuð fyrir löngu. Svo að segja allir mestu spá- menn og spekingar mannkynsins, skáld, innsæismenn og snill- ingar, hafa hiklaust haldið því fram, að maðurinn lifði, þótt hann dæi. Já, líklega Einstein einnig. Hver skyldi þá vera mun- ur á gáfum hans í þessu efni og þeirri gáfu hans, sem réði að miklu leyti gátu rúms og tíma? Trú og vísindi. Grundvallarreglur vísindanna styðjast við trú engu síður en ályktanir vorar um ódauðleik lífsins. Vísindamaðurinn vinnur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.