Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 169 ella hefur hann skipi eða landi nokkru náð, neinn ei greina kann: Berjast mér í brjósti ráð um býsnatilburð þann. Páskasagan. Enda þótt hér sé um það að ræða, að mennirnir komist lífs af í þessum heimi, þá er samt að verki hið sama lögmál og hin sama trú kærleikans, að hinir ágætustu menn, sem oss eru emhverra hluta vegna óendanlega kærir og dýrmætir, geti ekki dáið. Oss finnst, að það væri óbætanlegt tjón í tilverunni. Vér viljum ekki aðra menn feiga en þá, sem vér hötum. Hina, sem Ver elskum, sjáum vér fara í eldlegri reið til himins til að §anga þar með Guði. Þannig vex trú ódauðleikans í sálinni upp af kærleikanum. Það voru nánustu vinir Jesú og lærisveinar, sem sáu hann uPprisinn. María Magdalena var ef til vill sú fyrsta. Þarna stendur hún grátandi úti fyrir gröfinni, þegar hún heyrir hina blíðu rödd: María, hví grætur þú? Næst var það Símon Pétur og lærisveinninn, sem Jesús elsk- aði- þá Jakob og þeir tólf. Allir voru þeir, sem fyrstir báru vitni um upprisuna og öðluðust trú á hana, úr innilegasta vina- hópi Jesú. Það er kærleikurinn, sem er höfundur ódauðleikatrúarinnar. í vér á annað borð höfum elskað einhvern af heilum hug, Setur þessi trú ekki orðið oss erfið. Oss finnst það eðlilegt, að hað, sem ágætt er, hljóti að lifa. Vskadraumur ? Nú segja sumir: Þetta er ekki annað en barnalegur óska- hraumur, sem hvorki verður studdur með staðreyndum eða skynsamlegri hugsun ? Dauður maður er dauður og hreyfir y°rki legg né lig. Hvorki er hann í Sjálfstæðis- eða Fram- soknarflokki framar. Helzt mundi hann vera jafnaðarmaður, PV1 að eins gerir moldin við alla. Hann er yfirleitt hógvær og Pógull eins og Sfinxinn og hlustar með óræðu glotti á allan avaðann í hinum. Dauður maður, hvað er hann: tapað at- væði í mannheimum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.