Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 155 sam-tilveru Ijóss og myrkurs í heiminum. Myrkur er ekki í Guði (1. Jóh. 1, 5) né í Syninum, en heimurinn heldur áfram að vera stríðssvæði „Drottins lífsins" og „Höfðingja myrkurs- lns“ allt fram til endurkomunnar, er allt verður bjart. b) „Ljósiö skín í myrkrinu og myrkriö hefur ekki sigraö þaö“. Sú gríska sögn, sem venjulega er þýdd „hefur ekki tekið á m°ti því“, þýðir „að veita viðtöku með huga sínum“ í þeirri rnerkingu að „bjóða eitthvað velkomið" (fagna einhverju), en bka merkinguna að „sigrast á“. í Vesturkirkjunni hafa menn venjulega tekið fyrri merkinguna, með nokkurri svartsýni: Hin harða mótspyrna myrkursins hefur ekki verið brotin á bak aftur af ljósinu. En Austurkirkjan hefur haldið sér að síðari raerkingunni: Myrkrið hefur ekki sigrazt á því. Þar með fær esigranleiki ljóssins betur notið sín. Myrkrið hefur ekki mátt að sigrast á ljósinu, en mótstaða myrkursins veldur því, að það dreifist ekki við komu ljóssins (Paul Evdokimov). Þetta er þýðingarmikið í samkirkjulegum viðræðum við Austurkirkjuna, sem oft hefur verið ásökuð fyrir ,guðfræði úýrðarinnar" (þ. e. gagnstætt guðfræði krossins, ath. þýð.). Guðspjall Jóhannesar knýr oss til að gera grein fyrir báðum staðreyndum í senn: Raunveruleika sigursins, sem unninn er 1 Jesú Kristi, og áframhaldi myrkursins, hinni örlagaríku höfn- Un- Kirkjan mun eflaust aldrei uppgötva fyllingu þessa boð- skapar nema Austur og Vestur upplýsi hvort annað og finni aftur þá einingu, sem týnzt hefur. Þannig finnum vér í forspjallinu (að Jóh.) það efni, sem fjallað er um í guðspjallinu í heild. Koma Sonarins greinir Ijós frá myrkri, eins og á hinum fyrsta degi, gerir það ljóst, hvort Ver tökum á móti því eða höfnum því og opinberar þannig hvers synir vér erum (Jóh. 1, 9-13 og 3,17-21 og 8, 42-48 og 12, 44-48). Höfnunin er ekki aðeins spurning um fáfræði, held- Ur er hún ákvörðun viljans: Hann kom til sinna eigin og hans eiSm (þ. e. menn eða þjóð) tóku ekki við honum. ísrael, sem hafði verið trúað fyrir fyrirheitunum, er hinn fyrsti, sem hér kemur til athugunar, en í raun og veru á þetta við allan þann eifn, er afneitar skapara sínum. En engu að síður nefnir Jó- hannes þá, sem tóku við honum sem andstæðu þeirra, er höfn- uðu honum, þá, sem undur hinnar nýju fæðingar gerðist í (kap. i; 12-13, sbr. 3,3). Um leið minnir hann oss á, að þessi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.