Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 50
192
KIRKJURITIÐ
Alllengi framan af ævi var Sigmundur að eigin sögn þröng-
sýnn í trúmálum og kreddubundinn. Þó trúði hann aldrei út-
skúfunarkenningunni. Og fyrir sérstaka reynslu þeirra hjóna
beggja, skömmu fyrir andlát konunnar, varð Sigmundur sann-
færður um, að fyrirbænin fyrir hinum dánu væri engu áhrifa-
minni en fyrir hinum lifandi. Kveðst hann nú fyrir löngu hafa
lagt allt ofstæki á hilluna, en gerzt æ víðsýnni og umburðar-
lyndari með hverju ári og fagni fáu meir en einingarstefnunni,
sem m. a. birtist í starfi Alkirkjuráðsins, og ]afnvel boðskap
Jóhannesar páfa um væntanlegt kirkjuþing, þar sem menn úr
öðrum kirkjudeildum fái sennilega að hafa áheyrnarfulltrúa.
Fyrirbænin er nú ein helzta iðja Sigmundar. Skipta þeir
hundruðum, sem eru á „bænarlista“ hans og hefur margur vott-
að honum þakkir fyrir þá kærleiksþjónustu .
Sigmundur Sveinsson hefur ekki aðeins sýnt trúaráhuga sinn
í orði, heldur starfað af fádæma áhuga og fórnfýsi að ýmsu
kristninni til eflingar.
Ber þar fyrst að nefna, hversu hann hefur frá upphafi stutt
dóttur sína, Sesselju, með ráðum og dáð við forstöðu hennar
fyrir Barnaheimili Þjóðkirkjunnar í Sólheimum. Framlag Sig-
mundar til þeirra mála verður ekki metið til fjár.
Þá var Sigmundur hvatamaður þess, að reist var kapella í
Voðmúlastaðahjáleigu í Landeyjum, en þar var fyrr fermingar-
kirkja konu hans. Hófst hann handa um það verk með 5 þús.
krónum, er honum áskotnuðust á 75 ára afmælisdegi hans.
Kapellan kostaði 80 þúsund krónur, og 18 mánuðum eftir að
byrjað var að byggja hana, var hún ekki aðeins uppkomin,
heldur skuldlaus. Þá hefur Sigmundur mjög stutt að kirkju
þeirri, sem verið er að reisa á Húsafelli, og vinnur nú að því,
að gerð verði kapella á Hallormsstað í sambandi við skólann þar.
Þannig hefur þessi öldungur sýnt trú sína í verki, og enn er
hann brennandi í andanum.
Sigmundur er einlægur maður og hreinskilinn, djarfmæltur,
lífsglaður og starfsfús.
Ævikvöld hans er óvanalega heiðríkt og blítt. En þó honum
þyki gaman að lifa, kvíðir hann ekki dauðanum frekar en flug'
ferð yfir hafið.
Kirkjuritið árnar honum allra heilla.