Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 10
4 KIRKJURITIÐ hafði skilning á.“ — Það gefur að skilja, að þegar svo er kom- ið fyrir stéttinni á upplausnartímum, hefur presturinn ekki að- stöðu til að vera sá „kapítalisti" í sveitinni, sem hann áður hafði verið. — Þó var þetta ekki hið erfiðasta við aðstöðu prests- ins á hinni nýju öld, heldur hitt, að nú fóru að gera vart við sig heimspekilegar hreyfingar í andkirkjulega átt. ,,Menningin“ og ,,vísindin“ sögðu kirkjunni hreint og beint stríð á hendur. Hugsunarhætti aldarinnar er vel lýst með orðum manns, sem hafði hætt að hugsa skömmu eftir aldamótin, og var því góður fulltrúi þess tíma, er hér um ræðir. Hann sagði: „Allir lærðir menn vita, að trúarbrögðin eru vitleysa. Nú eru prestarnir lærð- ir menn og vita þetta því eins og aðrir. Þeir halda samt áfram að prédika, og geta því ekki annað verið en ómengaðir hræsn- arar.“ Það voru ekki aðeins stálkjaftar úr strákahópi, sem héldu þessu fram. Ef vér lítum t. d. yfir þær preststýpur, sem íslenzkir rithöfundar hafa dregið upp í sögum og kvæðum, hvað verður ofan á? Það er leitun á presti, sem ekki er annað hvort einfeldningur, fífl eða fantur. Það væri verkefni fyrir bókmenntafræðing að gera nánari grein fyrir þessu (t. d. í sér- eínisritgerð í heimspekideildinni). — Allur þessi áróður gegn prestunum, gegn kristindómnum, hafði áhrif á söfnuðinn. Fólk- ið stakk upp í eyrun, hætti að sækja kirkju, og menntamanna- stéttin, sem prestarnir sjálfir höfðu manna bezt hjálpað til að koma á legg, töldu sig hátt yfir það hafna að styðja slíka hjá- trúarstofnun sem kirkjan var í þeirra augum. Sú safnaðar- starfsemi, sem fólgin hafði verið í kirkjugöngum og húslestr- um, fór ört hnignandi. Jafnframt þessu var viðhaldi og endur- reisn kirknanna, sem hvílt hafði á hinum fomu tekjum prests- ins, varpað á herðar safnaðanna, sem í rauninni voru allendis óviðbúnir því að standa undir þessu á þann hátt, sem fullnægj- andi var. Þegar athugaður er kirknafjöldi og prestafjöldi fyrri tíma, réð þar ákveðin hugsun, sem sé, að hver maöur skyldi eiga sem auðveldasta leið til aö sœkja helgar tíðir og ná prestsfundi. Prestaköllin máttu ekki vera stærri en svö, að hver maður gæti kynnzt presti sínum persónulega og notið sálgæzlu af hans hendi. Nú hætti bæði löggjöfin og þjóðin að gera ráð fyrir þessari þörf, og jafnvel inni í þingsölunum var gert gys að sálgæzlustarfi prestanna. Prestaköllin stækka, allmargir prestar gefast upp við húsvitjanir, en þess má minnast með viðurkenningu, að í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.