Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 41
KIRKJURITIÐ 35 „Það var ekki um neitt múguppþot að ræða, en geysisöfnuð kristinna áhugamanna — þar á meðal voru flestir prestar borg- arinnar, — sem stóðu þennan sunnudag eftir hádegið fyrir utan dómkirkjuna, en lögreglan varnaði að komast inn í guðshúsið til að taka þátt í guðsþjónustunni og ganga til Guðsborðs. En við lifðum þarna utan dyra merkilega stund á margan hátt. Mun hún aldrei ganga okkur úr minni, sem stóðum þar í nístandi kuldanum. Hálftíminn, sem þar gekk yfir okkur, lifir ævarandi í minni okkar sem óafmáanleg minning þeirra tíma, sem við fáum nú að kenna á, og allrar þeirrar alvöru, er þeir niótast af. Það glömruðu í okkur tennurnar af kulda, en við gátum þó ekki slitið okkur hver frá öðrum. Geðhrif okkar uröu að fá út-. rás. Það gerðist ekki með ópum og óhljóðum, eins og um mót- niælagöngu væri að ræða. Heldur tókst það með því, að ein- hver, sem ég vissi ekki hver var, hóf allt í einu lengst í austri nð syngja sálmalag. I sama vetfangi tóku allir ofan og sungu ninum rómi: Vor Guð er borg á bjargi traust, hið bezta sverð og verja, hans armi studdir óttalaust vér árás þolum hverja. Nú geyst — því gramur er — hinn gamli óvin fer, hans vald er vonzku gnægð, hans vopn er grimmd og slægð, á oss hann hyggst að herja. Þarna inni á milli allra þessara einkennisbúnu lögregluþjóna, sem héldu vörð um okkur, hljómaði þessi forni Lúterssálmur með nýjum hreim, sem ég hafði aldrei áður heyrt. Sama er að segja um ættjarðarsálm Blix’s og „Ja, vi elsker . .eftir Björn- son. Annað var hvorki sagt né sungið. Ég stóð í hópi nokkurra ókunnugra, ungra stúlkna á milli fermingar og tvítugs. Þegar mér varð litið á þær, sá ég að þær skulfu af ekka. Við áttum líka öll hin bágt með að verjast grát- inum.“ Fjellbu var handtekinn, þegar heim kom frá messunni, og var síðan undir eftirliti lögreglunnar, unz honum tókst að flýja til Svíþjóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.