Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 26
20 KIRKJURITIÐ armóðirin fald og feld fannhvítan (sbr. 1874: „kóróna mín er kaldur snjár“). Freisting er mér að minnast þó um leið á stöku Hjálmars, þegar eitthvert háþrýstisvæðið gerði með þeim napra nótt og hrímuga sambúð þeirra og skáldið háttaði í köldum bæ hjá konu sinni: Hýru skerö og helfrosin, hjá þér leggst ég niöur, faldageröur föl á kinn; frostiö heröir jökulinn. Bæði slík minning um jökul „faldagerðar" og hitt, er hún „ferðlúnum . . . fagnandi mér rann á mót“, dylst í atlotum skáldsins við Fjallkonuna í byrjun Þjóðhátíðarsöngs. Hjálmar hafði reynt báðar að hörku og yl. Ef einhverjum virðist „konan heiðarlig" vera hortittur eða merkingarsnauð orð um ísland, mætti hann gefa því gætur, hvað felst í þessum og samkynja ummælum Hjálmars um Bólu- húsfreyjuna alla stund, siðan gerð var þjófaleitin á þeim hjón- um 1838. Þótt hann vissi fyrirlitningu útlendra á landinu vera af öðru tagi, þykist hann vart mega koma réttara orði að en þessu: ísland, kona eðalborin, sýnir heiðarleik gagnvart öðrum. Táknmál skálda eru oft margræð. Auk þeirra kennda, sem ráða huga Hjálmars til þjáðrar Fjallkonu, gat vel svifið ólík mynd fyrir hugarsjónum hans í sumum líkingunum: Móðir Jörð. Enda kvað hann í Andvöku 1845: „Nær muntu, móöir, / mér upp reiöa / kœrkomna sæng / í kjöltu þinni?“ En einnig í því kvæði týnir skáldið Móður Jörð sökum löngunar sinnar að hníga heldur í fang greftraðrar eiginkonu. Það er veröldum víst, að þær verða til og hverfa., og skáldið veit hugmynd Völuspár liggja í landi, sbr. Bjarna, að forn fjallkonan sökkvist í haf frá eymdum, ef Guð líknar ekki á ann- an hátt. Það, að Hjálmar játar sig heldur kjósa Guðnýju dána en vita hana lifa síþjáða, kann að hafa styrkt alvöruna í loka- bæn Þjóðfundarsöngs. En skynjun í dauðaangist máist seint út; „dimmir af skugg- um dauöans rökkva“, þar sem móðirin feiga kúrir klökk og ein; hluttekning þýðingarlaus nema til að brenna skynjun inn í eftirlifendur. Enduróm þeirrar skynjunar finnur skáldið 1851 í návist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.