Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.01.1961, Qupperneq 26
20 KIRKJURITIÐ armóðirin fald og feld fannhvítan (sbr. 1874: „kóróna mín er kaldur snjár“). Freisting er mér að minnast þó um leið á stöku Hjálmars, þegar eitthvert háþrýstisvæðið gerði með þeim napra nótt og hrímuga sambúð þeirra og skáldið háttaði í köldum bæ hjá konu sinni: Hýru skerö og helfrosin, hjá þér leggst ég niöur, faldageröur föl á kinn; frostiö heröir jökulinn. Bæði slík minning um jökul „faldagerðar" og hitt, er hún „ferðlúnum . . . fagnandi mér rann á mót“, dylst í atlotum skáldsins við Fjallkonuna í byrjun Þjóðhátíðarsöngs. Hjálmar hafði reynt báðar að hörku og yl. Ef einhverjum virðist „konan heiðarlig" vera hortittur eða merkingarsnauð orð um ísland, mætti hann gefa því gætur, hvað felst í þessum og samkynja ummælum Hjálmars um Bólu- húsfreyjuna alla stund, siðan gerð var þjófaleitin á þeim hjón- um 1838. Þótt hann vissi fyrirlitningu útlendra á landinu vera af öðru tagi, þykist hann vart mega koma réttara orði að en þessu: ísland, kona eðalborin, sýnir heiðarleik gagnvart öðrum. Táknmál skálda eru oft margræð. Auk þeirra kennda, sem ráða huga Hjálmars til þjáðrar Fjallkonu, gat vel svifið ólík mynd fyrir hugarsjónum hans í sumum líkingunum: Móðir Jörð. Enda kvað hann í Andvöku 1845: „Nær muntu, móöir, / mér upp reiöa / kœrkomna sæng / í kjöltu þinni?“ En einnig í því kvæði týnir skáldið Móður Jörð sökum löngunar sinnar að hníga heldur í fang greftraðrar eiginkonu. Það er veröldum víst, að þær verða til og hverfa., og skáldið veit hugmynd Völuspár liggja í landi, sbr. Bjarna, að forn fjallkonan sökkvist í haf frá eymdum, ef Guð líknar ekki á ann- an hátt. Það, að Hjálmar játar sig heldur kjósa Guðnýju dána en vita hana lifa síþjáða, kann að hafa styrkt alvöruna í loka- bæn Þjóðfundarsöngs. En skynjun í dauðaangist máist seint út; „dimmir af skugg- um dauöans rökkva“, þar sem móðirin feiga kúrir klökk og ein; hluttekning þýðingarlaus nema til að brenna skynjun inn í eftirlifendur. Enduróm þeirrar skynjunar finnur skáldið 1851 í návist

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.