Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 14
8 KIRKJURITIÐ 8) Fermingarundirbúningur er eitt af þýðingarmestu verk- efnum hvers prests. 9) En fermingin má ekki vera hinzta kveðja kirkjunnar til hinna ungu. Það er því mikil nauðsyn á æskulýðsstarfi. 10) Barnaskólana verður presturinn að heimsækja og fylgjast með kennslunni í kristnum fræðum. 11) Þeir, sem eru utan við kirkjuna, eiga sérstaka kröfu til umhyggjusemi af prestsins hálfu. 12) Og þá má heldur ekki gleyma hinum staðföstu játendum. 13) 1 hverjum söfnuði þarf að hafa sérstakt starf fyrir karl- menn. 14) Sjúkraþjónusta er mikils virði í hverjum söfnuði. 15) Presturinn má ekki vanrækja sitt eigið heimili. 16) Prestsheimilið verður að standa öllum opið. 17) Söfnuðurinn má ekki hafa það á tilfinningunni, að prestur- inn sé alltaf að flýta sér. Hann þarf að gefa sér gott næði til að sinna hverju einstöku safnaðarbarni. Þetta er raunar útlent dæmi. En ég ætla lesendum mínum að „staðfæra" það, eins og komizt er að orði á leikhúsmáli. Og þó að hinn norski prestur bregði næsta skoplegu ljósi yfir þær kröfur, sem nútíminn gerir til prestsins, dylst ekki alvaran und- ir niðri. Og satt að segja er þessi listi í fullu samræmi við kröf- ur og óskir, sem bergmálað hafa frá fjöldamörgum fundum, blaðagreinum, ræðum og persónulegum viðtölum, sem hljómað hafa í eyrum vorum undanfarin ár. En tvennt er það þó, sem öllum ætti að vera augljóst. Annað er nauðsyn á mikilli presta- fjölgun í landinu frá þvi, sem nú er, og ekki sízt sérfræðingum í ýmsum greinum starfsins. Hitt er stuðningur, aðstoð og hjálp leikmanna í söfnuðunum. íslenzkir söfnuðir verða að fara að iáta sér skiljast, að prestarnir einir eru ekki færir um að halda starfinu í gangi. Þá fyrst geta söfnuðirnir með nokkurri sann- girni krafizt mikils af prestinum, þegar þeir eru reiðubúnir að koma til móts við hann og styðja hann að verki. Það dettur auð- vitað engum heilvita manni í hug, að allir þættir leikmanna- starfs, sem fram geta farið í þéttbýli og fjölmenni, geti komist í framkvæmd í strjálbýli sveitanna. En eitthvaö er alls staöar hægt að gera. Og væri það góð heitstrenging í byrjun hins nýja árs að einsetja sér t. d. að sækja hverja messu í sóknarkirkju sinni. Ég mætti ef til vill skjóta því inn hér, að útbreiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.