Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 46

Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 46
40 KIRKJURITIÐ lífið, eldbrunnir klettar og saltlaus sjór áttu ekki yfir því að ráða, sem til þess þurfti. Hver er þá sá, sem það hefur vakið hér á jörðu? í þriðja lagi: Skynbragö skepnanna bendir ómótmœlanlega til góös skapara, sem blásiö hefur lífverum, sem aö öörum kosti væru hjálparvana, heilladrjúgum eölislivötum i brjóst. Unglaxinn lifir árum saman í útsænum. Síðan leitar hann aftur til árinnar, sem hann ólst upp í, og þræðir meira að segja leiðina með þeim bakkanum, þar sem þveráin, sem hann klakt- ist út í, rennur í aðalána. Hvað segir honum svo glöggt til veg- ar? Ef þú flytur hann í aðra þverá, þreifar hann sig óðara til baka aftur og leitar upp fæðingarstöðvarnar, til að gegna þeirri skyldu sinni að viðhalda lífinu. Enn óskýranlegri er leyndardómur álanna. Þegar þessar undraskepnur verða fullþroska, flytja þær búferlum úr öllum lækjum og tjömum veraldar — og sumar um óravegu. Allir sem einn stefna þá álarnir á sama staðinn, í hyldýpið undan Bermudaströnd. Þar hrygna þeir og deyja síðan. Álaseiðin, þessi kríli, sem ekki virðast geta vitað skil á nokkrum sköpuð- um hlut nema því, að þau séu í einhverju ægidjúpi, leggja ótrauð upp í langferðir, unz þau eru ekki aðeins komin að heima- ströndum foreldranna, heldur í sama lækinn eða tjörnina, sem þeir höfðust við í. Og því eru alltaf til álar um allar jarðir. Vespan tekur engisprettuna traustataki. Síðan grefur hún holu í jörðina og stingur engisprettunni í hana með þeim hætti, að hún drepst ekki, heldur hjarir þar meðvitundarlaus og geym- ist þar á sinn hátt eins og frosið ket. Síðan verpir vespan eggj- um sínum svo haganlega, að þegar þau ungast út, ná afkvæmin að narta í engisprettuna, án þess þó að ganga svo nærri henni, að þau drepi hana. Þeim yrði nefnilega ketið annars að aldur- tila. Þegar móðirin hefur gengið svona frá hlutunum, flýgur hún leiðar sinnar og deyr; hún lítur afkvæmi sín aldrei augum. Svona leyndardómsfull tilhögun verður ekki skýrð með að- lögun. Slíkt hlýtur að vera innblásið. í fjórða lagi: Maöurinn er gœddur meiru en dýrslegri eölis- hvöt — meö öörum oröum mœtti skynseminnar. Ekkert annað dýr hefur nokkru sinni sýnt og sannað, að það kynni að telja upp að tíu eða einu sinni gera sér grein fyr- ir, hvað tíu væri. Ef eðlishvötinni er líkt við einn flaututón,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.