Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 12
6 KIRKJURITIÐ ustu. — Ytri ástæður hafa valdið því sums staðar, að safnaðar- starf, þ. á m. kirkjusóknin, hefur átt örðugt uppdráttar, en sums staðar hafa hópar karla og kvenna tekizt á hendur leik- mannsstarf í nýjum stíl og með nýjum formum, sem reynslan ein getur skorið úr um, hvern árangur ber eða hvort við á hér á landi. Loks er það þriðja myndin, sem ég hafði í huga, — það, sem við oss blasir á þessu herrans ári, 1961. Það er ef til vill erfitt að draga þessa mynd skýra, einmitt vegna þess, að vér erum sjálfir í myndfletinum, og vér þyrftum helzt að geta ,,farið úr líkamanum" og séð sjálfa oss álengdar. Þó skal reynt að benda á nokkra drætti. Þá er fyrst á það að líta, að fastir starfskraftar þjóðkirkjunnar, dreifðir út um allt landið, eru lítið eitt fleiri en starfsmenn þjóðleikhússins eða ríkisútvarpsins hvors um sig. Og ef ég má vera svo veraldlegur í hugsun, vil ég minna á, að sú óheillaþróun hefur orðið í þjóðfélaginu, að þeir, sem taka að sér hin andlegu störf og uppeldisstörf, hafa sýnu verri að- stöðu til að sjá sér farborða efnalega heldur en aðrir menn með sambærilega menntun. Nær þetta bæði til presta og kennara. Af þessu leiðir, að prestar geta yfirleitt ekki gert sér vonir um að lifa samkvæmt nútímans kröfum, nema með því að sækjast eftir öðrum störfum við hliðina á prestsstarfinu. Prestaköllin verða stærri og stærri og um leið kostnaðarsamari fyrir prest- ana sjálfa, ef þeir eiga að hafa samband við hvern mann í sókn- um sínum. Það er mál út af fyrir sig, að prestum fer fækkandi í hlutfalli við fólksfjölgun í landinu og eru þeir eina stéttin í opinberri þjónustu, sem svo er háttað um. Hinn gamli hugsun- arháttur, að stéttin sé „baggi á landssjóði“, hefur komið því til leiðar, að vart hefur mátt minnast á að bæta við presti á einum stað, án þess að .„skorið væri niður“ á öðrum. Þessi regla hef- ur heldur ekki verið látin gilda um neina aðra opinbera stétt. Það er engu líkara en það sé viðtekið sjónarmið allra flokka, að þjóðkirkjan ein eigi að þessu leyti að standa í stað, hvað sem allri framþróun líði. Ef þessi regla hefði einnig verið látin gilda um alþingismenn, ráðherra, bankastjóra, lækna, hljómlistar- menn og skemmtikrafta þjóðarinnar, væri ekkert við því að segja. En ég felli mig ekki almennilega við, að kirkjuleg þjón- usta eigi að vera þarna hrein undantekning. Nú er lika svo komið, að prestum landsins má skipta nokkurn veginn í tvo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.