Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 21 draumsýnar sinnar, Fjallkonu, sem getur dáið skjótt, ef Drott- inn bænheyrir ekki. ,flvar er nú, Guð, þitt gœzkuþel? / Getur ei andvörpun / sigraö þaö nein ..(Sorgarlæti, 1845). „Leynd- ard.óms í dimmu skýi / Drottinn hylur sig. — Trúarhönd til himins fálmar, / hann er lokaöur.“ Á slíkri stund og ugglaust fremur 1845 en 1851 brýzt trú Hjálmars út sem eldgos: eilíf náöin guödómlig, mitt skal hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þig. Síðari hluti þessarar greinar á að rekja þá kristilegu þætti, sem urðu að vera komnir í undirvitund skáldsins, áður en ákall hans gæti brotizt út í svo einstæðri mynd. Leitin getur varla stuðzt við annað en þau rit, sem Hjálmar gerþekkti, og koma mest til greina Biblían og húslestrar meistara Jóns. Eftir skamma athugun held ég mig fara með satt, að ekki geti verið að ræða um eftirlíking Hjálmars eftir nokkrum einum texta- stað og tæplega um guðfræðilega grundvöllun í neinni mynd nema þeirri, að trúarskynjun augnabliksins knúði ákall hans gegnum klofnandi himin, gegnum rifnandi fortjald himna- niusteris. Við, sem ekkert slíkt höfum reynt, höfum naumlega leyfi um að dæma. En fortakslaust er rangt að taka þá heimsku í mál, að Hjálmar vilji þarna („hálfgert") ögra og hóta Drottni, rjúfa hásæti hans, eins og einn bókmenntafræðingurinn hefur hermt eftir öðrum alla 20. öld. Ekki var Hjálmar við ævilok neitt klökkur, þótt menn brigsluðu honum um ofdirfð í ávarpi við Guð og kóng: „Hrópa ég upp meö heilagt þor“ (1874). Hann var sér þess meðvitandi, að heilagt þor fremur ekki guðlöstun. Það mun hafa verið Bólu-Hjálmari einfalt mál, t. d. við lest- ur Hebreabréfsins (lesið í anda meistara Jóns), að ofdirfð í því að nálgast almættið í trú væri dýrust allra náðargjafa, enda dýru verði keypt af Kristi handa breyskum manni. Heitur písl- arvættisdreyri, eins og sá, sem hrópaði úr und Abels frá jörðu til Guðs, eins og sá, sem rann við kross Krists, eins og sá, sem hverja öld og ár var úthellt í beinum og óbeinum skilningi úr hrjósti þjáningarsystkina hans og í þeim hópi taldi Hjálmar sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.