Kirkjuritið - 01.06.1961, Qupperneq 16

Kirkjuritið - 01.06.1961, Qupperneq 16
Pistlar StórtíRindi. — Sár vonbrig'Si. 10. júní s. 1. varð oss lslendingum niikill fagnaðardagur, sem seint mun úr minni líSa. Þá samþykkti danska þingiS meS yfir- gnæfandi meirililuta atkvæSa aS aflienda oss sem gjöf um 1700 af þeim íslenzku handritum, er geymd hafa veriS í Árnasafni og Hinu konunglega bókasafni í Höfn. Eru þar, svo sem kunn- ugt er, flest öll dýrmætustu liandritin, sem skráS hafa veriS á fslandi — stolt vort um margar aldir. Gimsteinar, sem aS vísu liafa heimsþýðingu, en oss eru þó ómetanlegastir. Hlutir, sem eru oss svo lífbundnir, að þjóðin gæti aldrei unað ]»ví, að endur- heimta þá ekki. íslenzka kirkjan gladdist hvað mest yfir þessum málalokum. Margir prestar koma manna mest við sögu handritanna. Ófá þeirra eru af þeim skráð, eða undir handarjaðri ]>eirra. Þau eru Hka öll ávöxtur sérstæðrar kristinnar menningar liér- lendis. Vér efum lieldur ekki að vér munum sanna það í framtíðinni, að vér erum fullmaklegir þess að fá handritin aftur í hendur vorar, því að ekki aðeins geymum vér þau bezt, heldur verða þau rnennta- og fræðimönnum vorum næsta óþrotleg gullnáma. Að vísu kom yfir oss ískaldur steypiskúr lir glaða sólskininu. Á síðustu stundu urðum vér fyrir sárum vonhrigðum. Þá var sem vér mættum enn síðustu leifurn þess anda og þeirra hand- taka, er vér munum af liálfu sumra ráðamanna danskra áður. Hið fagra fordæmi, sem samþykkt þjóðarþingsins liafði verið iillum þjóðum varðandi bráðurlega lausn deilumála, varð ekki eins sterkt og fagurt og í fyrstu leit út fyrir. En livað um það: Oss er nú og jafnan skylt að meta og þakka verðuglega stórliug, víðsýni, sanngirni og bróðurhug ]>eirra manna í Danmörku, er unna oss fulls réttlætis og sæmdar í þessu máli.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.