Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1961, Page 7

Kirkjuritið - 01.07.1961, Page 7
KIRKJURITIÐ 293 Sr. Haraldur Þórarinsson andaðist 15. júlí 1960 á 92. aldurs- ári. Hann var fæddur 14. des. 1868 að Efri-Hólum í Núpasveit, N.-Þing., sonur lijónanna Þórarins bónda Benjamínssonar og Vilborgar Sigurðardóttur. Stúdentsprófi lauk liann 1894, stund- aði síðaji fornmálanám í Kaupmannahöfn í nokkur ár, en árið' 1907 útskrifaðist liann frá Prestaskóla Islands og vígðist árið eftir til Hofteigsprestakalls. 1924 var Iionum veitt Mjóa- fjarðarprestakall og þjónaði bann því til ársinns 1945, 2 síð'- ustu árin sem settur prestur, þar eð liann bafði fengið lausn hálfáttræður að aldri 1943. Hann kvæntist árið 1919 Mar- gréti Jakobsdóltur frá Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Þau eignuðust 2 börn, sem bæði eru á lífi. Sr. Haraldur var gáfumaður og mjög lesinn á sumum sviðum, orðbagur, hreinskiptinn og góð- gjarn. Sr. Magnús Þorsteinsson lézt 26. des. 1960. Hann fæddist að Húsafelli í Borgarfirði 24. júní 1876, sonur lijónanna Þor- steins bónda Magnússonar og Astríðar Þorsteinsdóttur. Stúd- entsprófi lauk liann 1896, en kandidatsprófi frá Prestaskól- anuin 1899. Næslu ár fékkst hann við kennslustörf í Reykja- vík en vígðist 1902 til Selárdals. Frá og með árinu 1909 sat bann á Patreksfirði eftir að breyting bafði verið gerð á presta- kallaskipun. Hann fékk lausn frá embætti 1931 og starfaði síðan sem bókari í Biinaðarbanka Islands. Síðasta prestsskap- arár sitt var liann settur prófastur í Barðarstrandarprófasts- dæmi. Árið 1903 kvæntist hann Ástríði Jóhannesdóttur frá Hóli í Lundarreykjadal, er lifir mann sinn. Þau voru barnlaus. Sr. Magnús var þrekmenni, livatur í spori og ötull í starfi, manna samvizkusamastur, liollur drengur í bvívetna, enda virtur prestur og öllum hugþekkur. Sr. Jes Anders Gíslason lézt 7. febr. 1961. Hann fæddist í Vest- mannaeyjum 28. maí 1872. Foreldrar bans voru bjónin Gísli kaupm. Stefánsson og Sophie Elisabet Andersdóttir. Hann lauk stúdentsprófi 1891 og embætlisprófi tveimur árum síðar. Hann vígðist til Eyvindarbóla, Rang., 1896, voru veitt Mýr- dalsþing 1904, en fékk lausn frá embætti 3 áruni síðar og fluttist til Vestmannaeyja, þar sem liann bjó síðan til dauða- dags og gegndi margvíslegum störfum. Hann kvæntist 1896 Kristjönu Ágústu Eymundsdóttur frá Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Þau eignuðust 7 börn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.