Kirkjuritið - 01.01.1964, Blaðsíða 16
KIRKJURITIU
10
þegar liann færi aftur úr stólnum. En ég sofnaði víst undir ræð-
unni, svo að leyndardómurinn var enn óráðinn í messulok.
Að lieiman var farið í kirkju, þegar kostur var á. Þegar ég
átti heima í Bringum við vestursporð Mosfellslieiðar, fórum
við gangandi af stað til kirkjunnar klukkan hálf-tíu. Þá var
messað kl. 12 á liádegi. Kirkjusókn var misjöfn, en eftir að ung-
mennafélagið var stofnað, var liyllzt til að messa, þegar fundir
áttu að vera í félaginu. Þá daga var kirkjusókn yfirleitt ágæt.
Mannna sagði mér, að fyrrum liefði fólkið sótt betur kirkju.
Hiin mundi til þess, að fólkið á bæjunum tók sig upp og fór
hópuin saman ríðandi lil kirkjunnar.
— Og húslestrarnir.
— Pahhi las alla lielgidaga ársins, sumar og vetur. Um fösl-
una voru Passíu-sálmarnir alltaf lesnir og eftir hvern sálm lesn-
ar Vigfúsar-hugvekjur. Sums staðar lield ég, að sálmarnir liafi
verið sungnir eins og t. a. m. í Laxnesi. Þetta var svo mikið söng-
fólk, og Guðjón spilaði á fiðlu.
Ég les Passíu-sálmana sjálf um liverja föstu. Og svo lilusta
ég líka á þá í útvarpinu.
— Hvað finnst þér um útvarps-messurnar?
— Þegar ég var í kaupavinnu á Mógilsá, lærði ég eiginlega
að lilusta á útvarpsmessur. Fólkið gaf sér tóm til að eiga liljóð-
láta stund, og svo söng það sálmana með. Utvarps-messurnar
eru allt öðru vísi, en ef maður býr sig undir hátíðlega stund og
tekur þátt í sálmasöngnum, þá má hafa af þeim mikla gleði og
gagn. Ég kveiki alltaf á tveimur kertum, meðan ég bý mig undir
Iielgi stundarinnar. Það er einlægt svo mikils virði að fylgjast
með sálmasöngnum, hvort sem er í kirkju eða útvarpi.
— Þú kannt mörg ljóð og þá einkum sálma.
- Séra Magnús prestur á Mosfelli lét okkur læra gömlu
skólaljóðin, þau voru þá nýkomin út. Ég lærði líka margt af
móður minni, hún var svo feiknarmikið fyrir ljóð. Pabbi kunni
aftur lieilu rímnaflokkana, en ég komst aldrei almennilega á
bragðið, svo að ég kynntist rímunum ekki að ráði.
— Hvað hét ljóðið, sem Jni fórst með í finnntugsafmæli kven-
félagsins liérna um árið?
— Það var Kjólkvæðið. Móðir mín nam Jiað í einhverju
blaði, þegar hún var ung lieima í Urriðakoti. Hún var fædd
1855. Þannig var, að á bænum var gömul kona blind, sem lang-