Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Side 31

Kirkjuritið - 01.01.1964, Side 31
KIRKJURITIÐ 25 Það höfuSmarkmið felst í því, að maðurinn öðlist sem inni- legast samfélag við hina andlegu veru að baki fyrirbæranna, nieð því að leitast við að lifa í sein fyllstu samræmi við opin- beraðan vilja hennar. Þetta samræmi og samfélag næst með því eina móti að mað- urinn losi sig sem mest úr viðjum sjálfshyggjunnar. Þótt það virðist leiða til tortímingar er það eina leiðin lil sigurs. „Hver, sem týnir lífi sínu, mun finna það“. Einmitt þetta síðartalda er einn hornsteinn nútíma sálarfræði. En ekki er rúm að fara lengra út í þessa sáhna að sinni. líisku pabráf Norsku biskuparnir sátu á fundi skömmu fyrir áramótin og sendu umburðarbréf til allra safnaða um siðferðisvandamálin. Segir þar m. a. á þessa lund: Svo mjög hefur liinn andlegi og siðferðislegi glundroði færzt í aukana, að enginn getur lengur lokað augunum fyrir því né talið það einskisvert. Sérstæðast og alvarlegast við ástandið er, liversu aldur þeirra fer sílækk- andi, sem verða fyrir áföllunum og missa fótfestuna. Börn vor °g þar með framtíð vor er í stórliættu. Agaleysi á heimilum og 1 skólum, þjófnaður unglinga, nauðganir á æskuskeiði, kyn- mök og barngetnaðir, sem leiða til þess að unglingar ganga oeðlilega snemma í lijónabönd, sem síðan slitnar þeim mun oftar upp úr — allt er þetta samtvinnað og þjóðarböl. Og ábyrgð þ ess hvílir ekki fyrst og fremst á lierðum ungl- mganna, heldur þjóðfélagsins, sem reynzt liefur ómáttugt að visa þeim rétt til vegar á vandrötuðu aldarskeiði. Stjórnarskráin slær því föstu, að kristindómurinn sé þjóðar- tru 0g kristin siðfræði grundvallaratriði þjóðlífsins. En þrátt fyrir lengingu skólatímans og æ fullkomnari skólabyggingar, virðast skólarnir ekki þeim vanda vaxnir að gera nemendur sina vaxandi menn og batnandi. Og svo undarlega vill til, að kristindómsfræðslan er síminnkuð í stað þess að ætla mætti að þarflegt væri að liún yrði efld. Auðsætt er að nauðsyn ber til að fræða menn skýrt um rétt °g rangt og allt lögmál Guðs, ekki sízt sjötta boðorðið. Van- helgun og vanvirðing þess er nú sem jafnan áður eitt af óræk- ustu táknum óaldar og hnignunartímanna. Skyh er og að benda á þá þversögn, að jafnhliða því sem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.