Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.01.1964, Blaðsíða 24
18 KIRKJURITID En kirkjan lifir ekki fyrir þá sök, að liún sé inn undir hjá valdhöfunum. Hún líður lieldur ekki undir lok vegna óvin- veittrar afstöðu yfirvaldanna. Það var evangeliskum mönnurn 1 jóst á þessum langa ofsóknartíma. Kirkjan lifir aðeins fyrir Guðs náð. 1 augum heimsins var hin evangeliska kirkja þeirra tíma sigruð og nærri alveg afmáð, en fyrir Guði var hún það ekki. Þeir Austurríkismenn voru enn til, sem liéldn fast við evangeliska trú þrátt fyrir allt og ólu börn sín upp í þeirri trú. Þeir áræddu að vísu ekki að láta á sér bera. En í afskekktum fjalladölum fundu þeir griðastaði, þar sem þeir gátu lagt rækt við feðranna trú. Þar lásu þeir mikið biblíuþýðingu Lúthers, þrátt fyrir viðurlög, sem við því lágu, að eiga slíka bók. Það sést af réttarskjölum, sem varðveitzt liafa, að þessir fjallahænd- ur voru biblíufróðir með afbrigðum. Það var líka staðfest af |)restum Friðriks Villijálms 1. Prússakonungs, sem lét kanna kunnáttu í kristnum fræðum hjá 20.000 íbúum frá Salzhurg í Austurríki, sem liann veitti hæli í Austur-Prússlandi árið 1732. Nýr þáttur í sögu mótmælenda í Austurríki liófst með frið- arboði Jósefs 2. keisara, 13. október 1781. Með þeirri tilskipun fengu evangeliskir menn, bæði lútherskir og reformertir, rétt til eigin trúariðkanna. 1 framkvæmd var þetta meðal annars þannig: Þegar 100 fjölskyldur eða 500 einstaklingar á einurn og sama stað játuðu lútherska trú, var gefið leyfi til að setja á stofn söfnuð og byggja bænhús, þó án turns og kirkjuklukkna. Þá var og leyft að hyggja skóla, kalla prest og kennara o.s.frv. Nú kom í ljós, að því fór víðs fjarri, að evangeliskur kristin- dómur væri liðinn undir lok í Austurríki. Stjórnin varð mjög undrandi, þegar 73.000 íbúar lýstu því yfir, að þeir væru sann- færðir lútherstrúarmenn. Enn jiá var langt hilið frá tilveru- rétti til jafnréttis í trúarlegum efnum. Mjög var erfitt um vik fvrir J)á, sem vildu snúast til lútherskrar trúar. Yfirvöldin lögðu líka tálmanir á starf evangeliskra manna. Samningur, sem gerður var 1855, fékk rómversku kirkjunni yfirráð hjóna- vígslulöggjafarinnar og skólakerfis landsins. Fullt jafnrétti fyr- ir evangelisku kirkjuna í Austurríki náðist ekki, fyrr en yfir- lýsingin um réttindi mótmælenda var gefin út 8. apríl 1861- Þar voru líka sett upp drög að kirkjuskipan með öldungaráðs- stjórn. Sérstök lög voru sett varðandi jafnrétti í skólainálum og hjúskaparmalum, uni skipti á kirkjufélagi o.s.frv. Réttaraf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.