Kirkjuritið - 01.01.1964, Blaðsíða 40
34
KIRKJIIRITIÐ
gagnvart því misræmi, sem allir Iiljóta að sjá í löndum þar sem
kirkjubyggingar eru líkt og söfn af listmunum úr gulli og guðs-
þjónustur skreyttar prjáli og tildri, en fólkið deyr úr liungri
og nekt. Kannske við kirkjudyrnar.
Einn biskupinn í Perú flutti fyrir nokkrum árum ræðu þar
sem liann segir:
„Með mestu bugarró og sakleysi notum vér aðstöðu og
krafla til að fá sem mest af dýrmætum lilutum og vafasömum
listaverkum til að skreyta belgidóminn og varpa ljóma á skrúð-
göngur og gylla allt sem mest. En samtímis líða Guðs börn mitt
á meðal vor af bungri, sjúkleika og eymd. Þetta er orsök sárrar
gremju.
Sóun, Iiégómi og tildur verður aldrei sameinað því ófremdar-
ástandi, sem fjöldinn býr við nú á dögum“.
Svipaðar skoðanir liafa orðið til þess að nú virðist kirkjan
liafa snúið sér að nokkru frá margs konar serimonium og tildri,
sem hún hefur dúðað sig í öldum saman. Og liefur hinn nýlátni
páfi, Jóhannes 23., gjörzt þar skeleggur brautryðjandi, með af-
námi jafnvel rótgróinna birðreglna og umgengnishátta í sjálfri
páfaböllinni.
Lengst ganga samt þeir biskupar og kirkjunnar þjónar kat-
ólskir í þátttöku sinni í kjörum fjöldans, sem vinna sjálfir að
kirkjubyggingum og fleiri framkvæmdum í þágu almennings og
safnaða.
Þar er Mons. Ray kirkjuhöfðingi brasilianskur þekktasta
dæmið. Hann Iiefur biskupsdæmi, sem er álíka stórt og ísland.
Þegar hann bóf þar starf sitt bjuggu á þessu svæði um 700
manns, en liann bafði þá líka til aðstoðar einn prest og annan
kirkjulegan starfsmann. Nú eru þarna 7000, en einnig 5 prestar
og 14 kennarar, sem annast kirkjulega starfsemi. Mestur bluti
af starfstíma biskups fór til að byrja með í það að sjá uni
kirkjubyggingu, sem jafnframt gæti verið skólabús og spítali
fyrir þetta landssvæði, en byggðin er í nokkrum bverfum í
binu svokallaða „Græna lielvíti“. (En svo kallast frumskógur-
inn þarna). En umferð um allar sóknirnar tekur bann 18 mán-
uði eða þrjú misseri.
Þegar Ray biskup situr ekki í vagni sínum á braðri ferð milH
sóknanna, þá stendur liann við byggingarnar íklæddur „over-
alls“ og kollhúfu. Það er því sízt að furða, þótt lian'n virðist