Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 4
50 KIRKJURITIÐ En kirkjan, liún er fólkið, söfnuðirnir, ekki fáeinir útvaldir, heldur við öll, sem helguð erum Kristi í heilagri skírn. Því er það ekki sársaukalaust fyrir prest, að verða þess áskynja, að störf lians í hreppsnefnd eða við kennslu séu meira metin en starfið í kirkjunni, að liann finni til einmanakenndar, þegar Iiann stendur þar, sem hann á heima. Þar er liann ekki livatt- ur. Það er ómögulegt að messa á sunnudaginn, ]iví að þá er héraðsmót eða skennntiferð! Rætt er fram og aftur um erfiðar aðstæður, dvínandi áhuga fólks fyrir kirkjusöng, að flestir meðlimir kirkjukórsins séu komnir yfir sextugt, organista- vandræðin, þröngan fjárliag kirknanna o. s. frv. Allt er málað dökkum litum og hvergi sér í lieiðan himin. En þangað þurf- um við að sjá, upp í heiðríkju þess æðsta málsstaðar, sem okkur ætti öllum að vera Ijúfast að vinna fyrir, ekki einungis prestsvígðum mönnum, lieldur einnig safnaðarfulltrúum, sókn- arnefndum, meðhjálpurum, organistum, kórum, já sérhverjum kristnum manni. Og því stend ég liér, að mér liefur verið falið að vekja máls á því með fáum orðum, livort ekki sé rétt að endurskoða eða a. m. k. að ræða um liið mikilvæga lilutverk þess fólks, sem kjörið er til starfa í sóknarnefndum og sem safnaðarfulltrúar eða meðhjálparar. Margar sóknarnefndir hafa unnið ágætt starf í þágu kirkjuhúsanna, staðið fyrir nýbygg- ingum, endurbyggingum, annast viðhald og séð um að ekkert skorti á umbúnað þessara húsa eða lagt alúð við að prýða umliverfi þeirra. En þetta er ekki allt, þótt liúsin séu okkur kær og mikils virði. I þeim skal starfað, að vígslu eða endur- vígslu lokinni. Þá þarf presturinn ekki síður á stuðningi og hvatningu samstarfsmanna að halda. Hann verður að finna að hjá þeim sé styrks að vænta og einnig liugmynda til efl- ingar safnaðarstarfinu. Menn telja það sjálfsagt og nauðsyn- legt að afla sér þekkingar og þjálfunar til ýmissa verka. Án þeirra er lítils eða lélegs árangurs að vænta, og þess vegna hlýtur það einmitt að krefjast nokkurs undirbúnings að takast á hendur störf í kirkju Ivrists. — Er ekki lirbóta þörf í þessu efni? Teljið þið það fráleita hugmynd, að efnt yrði til fræðslu- funda eða námskeiða fyrir sóknarnefndir, safnaðarfulltrúa og meðhjálpara? Hér á Norðurlandi býr kirkjan svo vel að eiga húsakost til samfunda þessara aðila. 1 Þingeyjarsýslu standa sumarbúðabyggingar við Vestmannsvatn, mikil og góð liúsa-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.