Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 24
Séra Helgi Tryggvason:
Framsöguerindi á kirkjufundi
Löngum liefur almenn lestrarkunnátta verið' talin mælikvarði
á menntunarstig liverrar þjóðar, — menntunarstigið metið ein-
hvers staðar í lilutfalli við liundraðstölu af lesandi fólki. Slíkur
menntunar-mælikvarði er vitanlega nokkuð einliæfur. En gæta
skal þess, að fyrr meir var ætlazt til, að liinn læsi maður notaði
sína kunnáttu til að átta sig á hlutverki sínu í tilverunni, skyld-
um sínum og réttindum hjá Guði og mönnum. Kristin kirkja
liafði mjög forgöngu um lestrarnám og skriftarnám. Það er
fullkomlega í kirkjulegum og kristilegum anda, þegar sagt var:
Að lesa og skrifa list er góð.
Fyrr á tíðum var eðlilega fátt um prentaðar bækur liér á
landi, jafnvel þótt nokkuð tæki að líða frá uppfinningu prent-
listarinnar. Að langmestu leyti voru þessar bækur tillag kirkj-
unnar inn í menningarlíf þjóðarinnar. Lestrarkunnáttan var
hugsuð til sálubótar, til þess að gera livern og einn að góðiun
manni og batnandi. Kirkjunnar menn lögðu þess vegna liart á
sig til þess að gera bækur, semja og þýða og prenta með ærn-
um kostnaði. Það var þessi hugsjónaeldur, sem brann á Hóluxn
í Hjaltadal og gerði Hólastað að óviðjafnanlegum menningar-
vita á sínum tíma, svo að enn ber ljómann af honum yfir land-
ið. Siðbótarmenn voru alþýðumenntafrömuðir, menn bóka og
lestrar. Af því að kirkjan var aðalkrafturinn í bókagerð all-
langan tíma, tala sumir um einokun bennar á bókum. Það er
ekki rétt. En hún hafði framtakið og fjárhagsmöguleikana.
Þess vegna vann hún ómetanlegt brautryðjandastarf. Og mun
kirkjan ekki bafa verið Idutverki sínu trú, að bugsa fyrst og
fremst um andlega velferð barna sinna?
Nii eru fjárráð kirkjunnar minni en áður var. En það má
ekki líta á peningahliðina eina. Hin andlega eða hugarfars-