Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 42
9. aðalfundur Æskulýðssambands
kirkjunnar í Hólastifti
9. að'alfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólaslifti var haldinn 1
Olafsfirði dagana 7. og 8. september 1968.
Forinaður sambandsins séra Pétur Sigurgeirsson setti fund og bauð alla
velkomna og flutti skýrslu stjórnar. Vitnaði hann til orða Páls: Guðs
sainverkainenn erum vér. Þetta er sannmæli um starf æskulýðssambands-
ins, það óskar eftir að fá að gerast samverkamaður Guðs að eflingu ríkis
lians á jörðu.
Mesta átakið í starfinu á árinu var bygging svefnskálans við Vestmanns-
vatn. Hefur hann bætt mjög aðstöðu þar. Þakkaði sr. Pétur formanni
sumarbúðanefndar sr. Sigurði Guðmundssyni, Gylfa Jónssyni og öðrum
sem að eflingu sumarbúðanna hafa unnið.
Næst ræddi hann hugmyndina um kirkjulegan skóla á Vmv. á vegum
Hólafélagsins og ÆSK. Óráðið er enn hvenær stofnun hans tekst. Eu
kirkjan þarf að liasla sér völl á þessu sviði sem öðrum. Er vel ef úr þessu
getur orðið og einnig lýðháskólastarfi í Skálholti.
Ritgerðasamkeppni Æ. S. K. gekk vel. 3 verðlaun voru veitt.
Hljómplatan Jólavaka kom út í fyrra. Birgir Helgason og barnakór haiis
aðstoðuðu við gerð plötunnar. Salan gekk vel, gaf hagnað, vakti mikla
athygli. Ný plata í undirbúningi með lögum úr Ungu kirkjunni.
Foringjanámskeið var haldið á Vmv. s. s. venja er orðin. Sr. Sigurður
Guðmundsson stjórnaði því.
Foringjamót Eyjafjarðarprófastsdæmis var haldið í Hrísey, en mót
austur- og vestursvæðanna fór fram í samvinnu við sumarmótið á Vmv.
Fjáröflunarnefnd á Sauðárkróki gaf út Norðlending öðru sinni. Fjár-
öflunarnefnd þessa árs er á Akureyri.
Æskulýðsblaðið er nú komið norður, 2 tölublöð komin, myndarlega
útgefin. 3. tbl. væntanlegt. Sr. Bolli Gústafsson er ritstjóri, Jón A. Jóns-
son, húsvörður, Akureyri er afgreiðslumaður
Að lokum færði sr. Pétur sainstarfsmönnum öllum alúðar þökk. „Sam-
starfið hefur verið gott. Kristur liefur gert okkur að samvcrkamönn-
um. Það á að vera ævistarf livers æskulýðsfélaga. Megi æskulýðssamband-
ið vera ]ivi lilutverki vaxið að hjálpa okkur til ])ess.“
Þá gat fonnaður þess að vinargjafir væru á borðum, töskur frá Búnaðar-
banka fslands, Akureyri og bréfsefni frá Valprenti.
Sr. Sigurður Guðmundsson prófastur flutti nú reikninga sambandsins
og sumarbúðanna. Sig P. Björnsson, bankastjóri á Húsavík hefur gert
reikninginu eins og að undanförnu. Fjárfesting ársins var kr. 1.272.50,00.
Fjáröflun til þess nam kr. 665 þús. Skuld í dag er um 1.200.000,00. Enn
er ])ó ckki allt inn komið af tekjuin ársins og í undirbúningi að gcfa nt
skuldabréfalán kr. 600 þús. sem mun hjálpa yfir verstu erfiðleikana.