Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 16
KIRKJURIlIÐ
62
liafa gert, — því að þá erum við í raun að biðja liann um
fyrirgefningu. — Annars verður 5. bænin niarklaus, en það
hefur Kristur aldrei ætlað lienni að vera.
Þessi meðvitund er ekki einvörðungu forsenda þess að liafa
ástæðu til þess að biðja Faðir vorið, — heldur grundvöllur
alls kristindóms. — Hann byggist af okkar liálfu á hugarfari
tollheimtumannsins. sem bað: Guð, vertu mér syndugum líkn-
samur. — Sú bæn var borin fram lir lijarta manns, sem fann,
að bann liafði þörf fyrir fyrirgefningu Guðs. — Hann fór
lieilbrigður heim til sín, hjartahreinn, af því að bin tæra lind
Guðs kærleika fékk að streyma um sál bans.
Kristur var þar nærstaddur til þess að geta sagt fyrir uni
bænbeyrsluna, — og svo vill til, að liann er einnig bér til að
gera bið sama, -— því að í oröinu er hann sjálfur, gefandi
okkur þennan óbrigðula mælikvarða. — „Svo sem vér og fyrir-
gefum vorum skuldunautum.“
AS vera viss um fyrirgefningu.
Eftir Jiví eigmn við að fara. Ef við skoðum buga okkar og tök-
um þá í sátt sem okkur eru mótdrægir, — þá er sama sem
Kristur sjálfur á sínum jarðvistardögum standi lijá og segi:
— Bæn þín er heyrð. — Þér er fyrirgefið.
Guð er fús til að fyrirgefa. — Sagan um týnda soninn og
fjölmörg önnur dæmi úr boðskapnum margsanna það. Spurn-
ingin er aðeins um það, livort við erum snúin við á leið lieim
til li ans eða ekki. — Því að bvern þann er til lians kemur
mun liann ekki burt reka. — „Komið til mín allir þér“, — sagði
Kristur. — Þetta er fagnaðarerindið. -— Þetta er bjargið, sem
við stöndum á. Og þótt allt breytist í beimi, sem er eitt í dag
og annað á morgun, ■— þá breytist þetta ekki, — Guð er sá,
sem bann er, — faðirinn, sem fyrirgefur.
Erfitt verk eitis og vita má
Nú böfum við þá í bendi okkar svar Guðs. Fjarri sé mér
að segja, að það sé létt verk að eiga fyrirgefningarhug, —•
þegar um órétt eða misgerðir er að ræða af annarra völdum. —-
Því að við segjum: „Þetta get ég aldrei fyrirgefið.“ — En
liefur líf kristins manns nokkurn tíma fengið tryggingu fyrir
því að vera létt, eða átakalaus? — Lítum t. d. á Pál postula.