Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 85 rottinn gjör mig spakari Drottinn, ég þrái meiri þekkingu. Höfuð mitt er sprengfullt af staðreyndum en mig langar til að skilja þær. Drottinn, meir og meir hrúgast alls kyns hlutir upp í huga mínum. Sumir mér til sárra rauna, aðrir góðir. Gef mér hvassari skilning svo að ég geti brotið til mergjar, hvað mér gagnar í þessum heimi. og í þínum cilífu bústöðum. Drottinn, sópaðu óhreinum hugsunum úr höfði mér. Upprættu illgresið. Lýstu mér veg þinn svo að ég kunni fótum mínum forráð. Drottinn, láttu mig stöðugt hugsa um það og taka á því að þú ert Drottinn drottnanna. Kenn mér að hugsa rétt svo að ég sé færari um að þjóna þér, ástvinum mínum, föðurlandi minu. Drottinn Iát löngun mína eftir meiri spekt aldrei þverra, svo að ég geti orðið öðrum að betra liði og þurfi ekki að óttast dauðann, AMEN. (Afi'íkönsk bæn)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.