Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 18
Gunnar Arnasott:
Pistlar
Frœgasti guSfrœSingur þessarar aldar,
Svisslendingurinn Karl Bartli lézt 10. desember sl. Hann fædd-
ist í Basel 10. maí 1886.
Nafn hans hefur verið meira á vörum annarra guðfræðing*1
en nokkurs annars í þeirra hópi í um liálfa öld. Og þess liefur
verið getið við fráfall lians að þetta skeið verði við liann
kennt í guðfræðisögu framtímans. Hann var fádæma mikil'
virkur. Höfuðrit hans „Die Kirchliche Dogmatik“ er 13 bindn
Skýringar hans á Rómverjabréfinu og „Die Protestantische
Theologie im 19. Jahrlnindert“ eru einnig meðal nafnkunn-
ustu rita hans.
Bartli varð ungur prestur fyrst í Genf, síðar í Safenwil. En
skjótt gerðist hann guðfræðikennari og sátu menn frá fjölmörg'
um löndum við fótskör lians. Hann þótti fyrr og síðar orðglaður
og næsta torskilinn. Einhver nemandinn óskaði þess eitt sim1
að Bartli kynnli þeim einfaldlega frumdrætti ákveðins trú-
fræðispursmáls. Barth svaraði hvatskeytslega: „Frumdrættiim
getið þið fræðst um hvar sem er. Hér fáið þið aðeins það að
heyra, sem ég segi.“
Barth reis öndverður gegn þjóðernisstefnu Hitlers (naizin-
anum). Hann átti hvað gildastan þáttinn í Barményfirlýsing-
unni, grundvelli Játningarkirkjunnar, sem hélt fána kirkjunn-
ar liátt á lofti á ofsóknarlímum og lengi verður minnst-
Kommúnismann leit liann mildari augum en nazismann, tahli
að sá fyrrnefndi fæli á vissan hátt í sér kristna umbótastefnu-
Bartli leggur megináherzlu á liátign og alvald Guðs, sein
er „liinn ómögulegi möguleiki“. Maðurinn fær ekki nálgast
hann. Guð verður að lxita að manninum. Kristur er Orðið —'
orð allra orða Biblíunnar.