Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.02.1969, Blaðsíða 20
66 KIRKJURITIÐ Engin ósköp standa endalaust. Þa3 er engin nýbóla að fólki hafi verið þrýst tiI manndýrkunar í stað guðstrúar. Og alltaf farið út um þúfur. Sé gluggað í blöð og tímarit á Norðurlöndum, Englandi og í Bandaríkjunum, sem eitthvað minnast á kirkju og kristin- dóm -—- og þau eru ærið mörg — kveður við allt annan tón. Þar þykir sjálfsagt að lærðir og leikir leysi frá skjóðunni og lýsi skoðunum sínum á þeirn málum, sem efst eru á baugi- Ekki er látið sér detta í hug að pólitísk flokksbönd eða liræðsla við almenningsálitið knýi menn til þess að þegja eða þá að segja öðrum kosti já, við öllu sem meiriblutinn fylgir í bili- Helztu foringjar lútberskir liafa drengilega og ótrauðir barist gegn kynþáttamismun og krafist friðarsamninga í Víet- nam. Þeir liafa líka almennt fylgt því sem miðar til meira jafnréttis og alþjóðarheilla. 1 Svíþjóð og einnig í Englandi eru almenn siðgæðismál mjög á dagskrá. Krafist er víðsýnis og frjálslyndis í aðra rönd- ina. En risið gegn öfgum á hinn bóginn. Um jólin fengu ungir Stokkliólmsbúar lánaða kirkju og buðu þangað „útigöngufólki“, töluðu við það og sungu fyrii' það með nýju sniði. Veittu því jafnframt liúaskjól og fæddu það liátíðisdagana. Þetta mæltist svo vel fyrir að í ráði er að sleppa ekki með öllu hendinni af þessum „kirkjugestum liinna nýju jóla“, en leitast við að liýsa þá sem flesta áfram. Hríðvaxandi eiturlyfjaneyzla er mönnum þungt áhyggju- efni í Svíþjóð. Og kirkjunnar menn skilja æ betur ábyrgð sína og styrkja margs konar æskulýðsstarfsemi. Enn er skylt að geta brennandi ábuga sænskra kirkjumanna á lijálparstarfsemi í garð Biafra, lausn deilunnar milli Araba og ísraels og fordæmingu þeirra á innrásinni í Tékkóslóvakíu- Þeir liorfa langt út fyrir sinn vallargarð. Vita að beimurinn er eitt samfélag. Hér á landi er það fyrst að segja að æskulýðsstarfsemin verðiu' margbreyttari og víðtækari með hverju ári. Óræk sönnun þess er fundargerð ÆSK, sem birt er í þessu liefti. Játa verður að norðlenzku prestarnir eru í fararbroddi. En jiessi breyfing

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.