Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1969, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.10.1969, Blaðsíða 43
Bækur Hagnar liring: Der Brief des l'uulus an die Guluter. Lutherisches I erlagshaus-Ber/in und Hamburg 1968 Biblíuskýringin er þarfasta grein guofræð'inámsins og óþrotlegt uni- hugsunarefni öllum seni hafa vilja l*að, sent sannast reynist í trúarefn- unt. Margur steytir á því fávizku- skeri sem Iileðst upp af hugmyntl- 'uni um að Bihlían liggi öllum op- 'n fyrir. Þurfi enga fræðslu til að lesa hana ofan í kjölinn og geti hver og einn dregið af henni rétta trúarlærdóma. Kirkjusagan sýnir hvílík viDa þetta er og saga sér- trúarflokkanna þó ljósast á stund uin. Með þróun sagnfræðinnar á síð- ari öldum, ýmis konar rannsóknum °g fornleyfafundum, hefur þekk- jug á Ritningunni stór aukizt. Gild- *r það jafnt hvort rætt er um hana sem trúarhók eða sagnfræðilega hlið hennar. En því fer víðs fjarri a9 öll kurl séu komiu til grafar. Handritafundirnir við Dauðahafið a síðustu áratugum, hafa þegar 'arpað skýrara Ijósi á margt, en eru l’ð enn á könnunarskeiði. Og um allan heim rökræða sprenglærðir guðfræðingar réttar skýringar á etnstökum ritningargreinum, deila uin aldur og liöfunda sumra rita °g rnargt flcira. Hérlendis er það uýlunda að skýringarrit á Bihlí- Unni komi út, en þau hirtast hrönn- um saman árlega um víða veröld. Þótl margt stangist á er að ýmsum mikill fengur. Og einkum illt fyrir okkur prestana hve sárafá þeirra sjást hér í hókaverzlunum. Galatahréfið er talið eitt liöfuð- hréf Páls. Það er stutt en ekki auð- lesið að sama skapi. Höfuðefni þess, að þar ver l’áll postuladóm sinn og sýnir að hann er hans vissulega maklegur. Og hvergi gerir hann eins rækilega upp á milli fagnaðarerindisins um náð Guðs og frelsi kristins manns ann- ars vegar og lögmálsþrælkunar Gyðinganna hins vegar. Höfundur ofannefnds rils er sænskur prófessor, kunnur lær- dóinsmaður. Rit lians er 253 hls. í stóru broti. Gefur því auga leið að ekki er kastað til þess höndun- um, en allt grandskoðað. Hver setning hréfsins hrotin til mergjar og niörgu velt á ýmsa vegu. Nýstár- legar skýringar er ekki verulega um að ræða. En ritið er gagnlegt guðfræðingum til upprifjunar og dýpri skynjunar á einstökum at- riðum. Leikmönnum er bókin mikil náma. Og ölluni er návist Páls góð í þessu hréfi og öðrum. Erfitt verður að finna andans mann á horð við hann. Og að Kristi undan skildum er hann enn mesti lærimeistari í kristninni. Enginn liefur meira á sig lagt við að hoða fagnaðarerindið né orðið eins mik- ið ágengt. G. Á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.