Kirkjuritið - 01.11.1969, Side 26

Kirkjuritið - 01.11.1969, Side 26
408 KIRKJUIUTIÐ FróSlegt yfirlit Gautaborgarbiskupinn Bo Giertz, sem mörguni er bér kunnur, befur gefið út mikið rit (248 bls. í stóru broti) um ástand og atbafnir kirkjunnar í biskupsdænii lians síðastliðin sex ar. Við lauslegan lestur undraðist ég mest bvað ytri aðstæður og erfiðleikar eru líkir ]>ví, sem við eigum við að stríða, þ°tl Gautaborgarstifti sé miklu minna vfirferðar en mörgum sinnuin f jölmennara en okkar biskupsdæmi. Til dæmis um þau lilut- föll er það að fólksfjöldinn í því fyrrnefnda jókst um 75.500 á umræddu tímabili. Um síðustu aldamól bjuggu um 80% Svía í sveitaliéruðuin- Nú búa 77% í borgunum. Áfram stefnir í sömu áttina. í mörgum sveitum er orðið læknislaust, prestslaust, stopular póstsamkomur, fámenni á lieimilum. Sama og ekkert æsku- fólk. Þá kemur að því, sem liefur gerzt á Ströndum og við Djúp. Uppgjöf þeirra, sein rótfastastir voru, og þrjóskuðust lengst við að fljóta með straumnum. En svo kemur að binu að fólk unir ekki einbæfu borgarlífi- Elztu borgarhlutarnir, einkum miðborgarsvæðin tæmast íd fólki, nema í vinnutímanum. Utbverfin þenjast út í staðinn- Og æ fleiri leita út fyrir borgina í sumardvalarstaðina eða aðTa nýbyggð. Gamlar kirkjur inn í borgunum Iiverfa því nr notkun og gjörbreyting verður á sóknum og starfsemi prest- anna. Sumir sitja uppi með fáeina tugi eða örfá hundruð sóknarmanna, aðrir mörg þúsund. Þess ber að gæta að sumt er í fastari skorðum þar en ber. Undantekning að ekki sé messað í bverri kirkju livern sunnn- dag árið um kring. Og líka mjög fágætt að menn leiti annað en til sóknarprests (eða sóknarpresta) um aukaverk. Kirkjusókninni liefur lirakað. Hún er minni en 1% í nokkr- um prófastsdæmum. Yfirleitt er liún þeim mun verri tiltölu- lega, sem söfnuðirnir verða fjölmennari. Og betri í sveita- liéruðunum en borgunum. Skárri á vetrnm en á sumrum. Uu> vor og sumur flykkjast bæjarbúar á Iielgum úi úr borgunum eins og kunnugt er. Um einstaka messudaga er þetta að segja: Kirkjusóknin ur langsamlega mest á 1. sunnudegi í aðventu. Næst á páskada? almennt talað, þá á jóladag og allra lieilagramessu víðast

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.