Kirkjuritið - 01.06.1971, Síða 16

Kirkjuritið - 01.06.1971, Síða 16
Hinn 28. dag nóvembermánaðar árið 1953 birtist í Morgunblaðinu í Reykjavík grein, sem nefnd var „Hugleiðingar um Oddakirkju". Höf- undur var þjóðminjavörður, sem þá var Kristján Eldjárn. Bar hann þar mikið lof á endurbœtur, er Odda- kirkja hafði þá nýlega híotið. Segir þar svo m. a.: „Oddakirkja var hvít og köld. Nú hefur hún verið máluð, utan sem innan. Það verk hafa unnið Jón Björnsson málarameistari í Reykja- vík og kona hans Gréta Björnsson, listmálari. Einstaklega vel virðist mér þeim hafa farið þetta úr hendi. Vegg- irnir eru gulbrúnir með hrjúfri áferð, loftið með graum litum, gólfið brúnt. Pílárar í grátum og sönglofti eru marglitir að gömlum þjóðlegum hœtti, predikunarstóll blágrár með merkjum guðspjallamanna. Bekkir eru bœsaðir, en ómálaðir að öðru en hófsamlegum skrautrósum á brúðum. Til vinstri við kór, þegar inn er horft, er veggmálverk af hinum forna verndardýrlingi Oddakirkju, heilög- um Nikulási, með skip sitt, en yfir kórboga þessi áletrun: Gloria in ex- celsis Deo. Laudamus te. Adoramus te. Glorificamus te. Á veggjunum eru Ijósastjakar úr járni, sem Gréta Björnsson teiknaði og Bjarnhéðinn Guðjónsson, járnsmiður á Hellu smíð- aði sérstaklega fyrir kirkjuna." — Og enn segir þar: „Það er hlýlegt og viðfeldið að koma inn í kirkjuna, litirnir eru hóg- vœrir og samstilltir vel. Allur svipur kirkjunnar býður af sér þann þokka, sem vitnar um alúð og nœrfœrni þeirra, sem verkið unnu." Hann opnaSi augu mín Dag einn, er sól skín á Viðeyjarsund, standa tveir kumpánar við dyr Jóns Björnssonar og frú Grétu og klingja dyrabjöllu. Þegar spurt er innan að, hverjir þar séu, anzar séra Arngrím- ur Jónsson á svartri norðlenzku: „Það eru sótraftar". Við þau kynjaorð Ijúkast upp allar dyr og við kump- ánar erum leiddir til stofu. Eiginlega er ég hálf uppburðalítill með erindi mín, en lœt þó til skarar skríða. Ég beini máli mínu til frú Grétu og spyr, úr hvaða jarðvegi list hennar sé sprottin, hverjar ástœður séu til þess, að hún leggur stund á myndlist og hví hún hafi kosið kirkju- lega myndlist. Jú, hún býst við, að ástœður séu til þessa. — Þegar ég var um 12-14 ára átti ég heima í Saltsjöbaden, nálœgt kirkju, sem er ákaflega merkilega skreytt. Og í henni fermdist ég. Ég býst við, að það hafi haft mikil áhrif á mig. Þessi kirkja var þá ný. Ég held, að lokið hafi verið við hana 1918. Það voru ungir listamenn, sem unnu að skreytingu hennar. í henni var mikið af mósaikmyndum, og voru ítalskir listamenn fengnir til þess að leggja þœr. Seinna varð ég svo nemandi eins þeirra sœnsku lista- manna, sem þarna unnu, Filip Mánson. Hann vann ekki við mó- saikmyndirnar, heldur málaði í kalk. Ég kynntist honum vel, þegar ég var orðin nemandi hans, kom oft á heimili hans. Það hefur ákaflega mikil áhrif á ungt fólk að koma inn á slík heimili og vera þar dálítið. 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.