Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1971, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.06.1971, Blaðsíða 6
Þegar Bœgisárprestakall var sam- einað Möðruvöllum, tók síra Sigurð- ur þar við prestsþjónustu. Það skeði í júní 1941. Þó að síra Sigurður vœri Sunnlendingur í upphafi, samlagaðist hann Norðurlandi mjög vel, og lagði mikla rœkt við sögu Möðruvalla. Eru til I handriti drög hans að þeirri sögu. En um þjóðskáIdið síra Jón Þorláksson á Bœgisá ritaði hann bók, er út kom árið 1963. Af öðrum rit- smíðum má nefna greinar um ýmis- konar efni í kirkjulegum blöðum. Hann var einn af hvafamönnum að útgáfu tímarits á vegum Prestafjelags Hólastiftis. Á stúdentsárunum var hann í hópi „Strauma-manna", er þá gáfu út mánaðarrit til eflingar frjálslyndum kristindómi í landinu. Síra Sigurður Stefánsson gekk út í prestsstarfið með einlœgri gleði og trú á gildi þjónustunnar. Hann hafði margt til að bera, sem gerði hann vel hœfan til starfsins, yfirlœtislausa framkomu og þó höfðinglegt yfir- bragð, og í þau fáu skifti, sem jeg hafði tœkifœri til að heyra hann predika, duldist mjer ekki, að tilfinn- ingin fyrir listrœnni túlkun orðsins var honum eiginleg, framsetningin þrátt fyrir það skýr og skrúðlaus. Auk prestsstarfsins í sóknum sínum hafði síra Sigurður á hendi nokkurn bú- skap, og tók þátt í fjelags- og sveitarmálum. Meðal annars hafði hann áhuga á slysavörnum, eins og margir prestar. All-mörg ár var hann sýslunefndarmaður í Eyjafjarð- arsýslu. í fjelagsmálum norðlenzkra presta Ijet hann mikið til sín taka. Var fyrst varaformaður og síðan for- maður Prestafjelags Hólastiftis hins 4 forna. Haustið 1968, er hann Ijet þeim störfum, var hann kjörinn heið' ursforseti fjelagsins. Prófastur Eyfirð- inga varð hann 1954, og vígslubisk' up Hólastiftis var hann vígður 30- ágúst 1959. Fór sú athöfn fram 1 Hóladómkirkju. Síðustu cefiár Sigurðar Stefánssor1' ar urðu harla örðug. Hann veiktis* af sjúkdómi, sem bœði hafði í f'0< með sjer miklar þjáningar og erfið' leika við að tjá sig með mœltu máb enda þótt skynjun umhverfisins vcerl ennþá greinileg. Frú María andaði5* 18. ágúst 1967, en þrátt fyrir þo^ stóð síra Sigurður ekki einn upp1, Börn hans Ijetu sjer mjög annt lh11 hann, og á sjúkrahúsunum naut hanr alúðar og umhyggju. Hann andaði5* 8. maí og var jarðsunginn af einun1 bekkjarbrœðra sinna, síra Jóni Auð' uns dómprófasti, en biskup ísland5 flutti einnig kveðjuorð frá hinni |S' lenzku þjóðkirkju. Þrátt fyrir þrautir og vanmáft' varðveitti slra Sigurður til œfilok0 þau persónulegu séreinkenni, se^ samferðamenn hans þekktu bezt fr° fyrri tíð. Það var hljóð reisn yfir hof um, karlmannleg prúðmennska það brá jafnvel fyrir leiftrum hinnaí grœzkulausu glettni. Á páskadag5, morguninn síðasta gladdist hann innileik yfir því að hafa „heyrt hvefí orð" í útvarpinu frá páskames5lJ þessa morguns. Það hafði verið haP5 cefistarf að flytja orð upprisunnar' og „umbreytingin mikla" var nú in honum sjálfum velkomin. Og þeS* vœntum vjer, að hann hafi nú feng|U að fagna þeim páskum, sem aldre' taka enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.