Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 46

Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 46
4) Mjög er sennilegt, að Ögmundur kalli Gizur til sín í Skólholt sumarið 1535, eftir að hafa fylgzt með högum hans nœstu órin áður. Það sumar kjöri hann Sigmund Eyjólfsson, syst- urson sinn, til biskups eftir sig og sendi hann utan til vígslu til Niðar- óss. Þar með taldi biskup sig hafa tryggt framhald hins gamla siðar í Skálholti. Hins vegar þurfti hann mjög að- stoðar við um rekstur stólsins og reikningshald, enda sjálfur tekinn að gamlast. Má því telja ofur eðlilegt, að hann kalli til starfa hjá sér Gizur Einarsson, sem hann áður hafði stutt til mennta. Gizur hlýtur að dveljast nokkurn tíma í Skálholti, því að Ögmundur vill eflaust sjálfur fylgjast með hon- um. Og nokkurn tíma tekur fyrir Giz- ur að vinna aftur fullan trúnað Ög- mundar. Engin ástœða er því til að draga í efa frásögnina af vetrardvöl Gizurar í Skálholti. 5) Gizur Einarsson hlýtur að fara ut- an sumarið eða haustið 1536. Þegar Ögmundi berst fregnin um andlát Sigmundar biskups það 'vor, hrynja allar framtíðarácetlanir hans í rúst. Honum er brýn nauðsyn að ná sem fyrst aftur sambandi við erkibiskup í Niðarósi. Þess vegna sendir hann trúnaðarmenn sína á fund hans. For- ysfa þeirrar ferðar er falin Gizuri Einarssyni. Fátt sýnir betur traust Ög- mundar biskups á honum en þessi sendiför. Og ferðin hlýtur að vera farin seinni hluta sumars eða haustið 1536. Ögmundi lá á að ná sambandi við yfirmann sinn, og erkibiskup dvald- ist ekki í Niðarósi nema þrjá fyrstu mánuði nœsta árs. Hann flýði land 1. apríl 1537 eins og áður er frá sagt. VI. Af þessu má Ijóst vera, að ég tel fráleitt, að unnt sé að þjappa at- burðum svo saman sem reynt hefur verið. Hér er um að rœða atburði átta ára, ef við á annað borð tökum trú- anlegt nokkuð af því, sem síra Jón Gissurarson segir í Biskupaannálum sínum. Seinna árið, 1537, er augljóslega rétt. Giztur hlýtur því að koma heim ekki síðar en 1532. En þá getur hann ekki siglt utan til náms árinu áður, 1531. Og bréf hans frá Hamborg til Ögmundar getur ekki verið ritað sama ár og hann kom aftur heim. Hvað er þá að segja um þetta bréf? Er dagsetning þess örugglega rétt? Er það ritað fyrsta vetur Gizurar Einarssonar í Hamborg? Ástœða þess, að menn hafa talið bréf Gizurar Einarssonar, sem hann ritar Ögmundi biskupi í Skálholti, bœði rituð á fyrsta vetri hans ytra, er sú, að hann í seinna bréfinu segir fréttir af dvöl sinni þar ! borg og kennurum þeim, er hann hefur fengið. Einnig segir hann frá námi s!nu og fleiru. Fyrra bréf hans er aftur á móti efnislaust að mestu. Hvers vegna rit- aði Gizur Einarsson á latínu, en ekki íslenzku eða lágþýzku, sem hefði þó verið honum auðveldara? Mér hefur komið til hugar, hvort hér gœti ekki alveg eins verið um að rœða einhvers konar latneskar stíl- cefingar, sem fremur eru ritaðar til að 44

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.