Kirkjuritið - 01.06.1971, Síða 6
Þegar Bœgisárprestakall var sam-
einað Möðruvöllum, tók síra Sigurð-
ur þar við prestsþjónustu. Það skeði
í júní 1941. Þó að síra Sigurður vœri
Sunnlendingur í upphafi, samlagaðist
hann Norðurlandi mjög vel, og lagði
mikla rœkt við sögu Möðruvalla.
Eru til I handriti drög hans að þeirri
sögu. En um þjóðskáIdið síra Jón
Þorláksson á Bœgisá ritaði hann bók,
er út kom árið 1963. Af öðrum rit-
smíðum má nefna greinar um ýmis-
konar efni í kirkjulegum blöðum.
Hann var einn af hvafamönnum að
útgáfu tímarits á vegum Prestafjelags
Hólastiftis. Á stúdentsárunum var
hann í hópi „Strauma-manna", er
þá gáfu út mánaðarrit til eflingar
frjálslyndum kristindómi í landinu.
Síra Sigurður Stefánsson gekk út í
prestsstarfið með einlœgri gleði og
trú á gildi þjónustunnar. Hann hafði
margt til að bera, sem gerði hann
vel hœfan til starfsins, yfirlœtislausa
framkomu og þó höfðinglegt yfir-
bragð, og í þau fáu skifti, sem jeg
hafði tœkifœri til að heyra hann
predika, duldist mjer ekki, að tilfinn-
ingin fyrir listrœnni túlkun orðsins
var honum eiginleg, framsetningin
þrátt fyrir það skýr og skrúðlaus. Auk
prestsstarfsins í sóknum sínum hafði
síra Sigurður á hendi nokkurn bú-
skap, og tók þátt í fjelags- og
sveitarmálum. Meðal annars hafði
hann áhuga á slysavörnum, eins og
margir prestar. All-mörg ár var
hann sýslunefndarmaður í Eyjafjarð-
arsýslu. í fjelagsmálum norðlenzkra
presta Ijet hann mikið til sín taka.
Var fyrst varaformaður og síðan for-
maður Prestafjelags Hólastiftis hins
4
forna. Haustið 1968, er hann Ijet
þeim störfum, var hann kjörinn heið'
ursforseti fjelagsins. Prófastur Eyfirð-
inga varð hann 1954, og vígslubisk'
up Hólastiftis var hann vígður 30-
ágúst 1959. Fór sú athöfn fram 1
Hóladómkirkju.
Síðustu cefiár Sigurðar Stefánssor1'
ar urðu harla örðug. Hann veiktis*
af sjúkdómi, sem bœði hafði í f'0<
með sjer miklar þjáningar og erfið'
leika við að tjá sig með mœltu máb
enda þótt skynjun umhverfisins vcerl
ennþá greinileg. Frú María andaði5*
18. ágúst 1967, en þrátt fyrir þo^
stóð síra Sigurður ekki einn upp1,
Börn hans Ijetu sjer mjög annt lh11
hann, og á sjúkrahúsunum naut hanr
alúðar og umhyggju. Hann andaði5*
8. maí og var jarðsunginn af einun1
bekkjarbrœðra sinna, síra Jóni Auð'
uns dómprófasti, en biskup ísland5
flutti einnig kveðjuorð frá hinni |S'
lenzku þjóðkirkju.
Þrátt fyrir þrautir og vanmáft'
varðveitti slra Sigurður til œfilok0
þau persónulegu séreinkenni, se^
samferðamenn hans þekktu bezt fr°
fyrri tíð. Það var hljóð reisn yfir hof
um, karlmannleg prúðmennska
það brá jafnvel fyrir leiftrum hinnaí
grœzkulausu glettni. Á páskadag5,
morguninn síðasta gladdist hann
innileik yfir því að hafa „heyrt hvefí
orð" í útvarpinu frá páskames5lJ
þessa morguns. Það hafði verið haP5
cefistarf að flytja orð upprisunnar'
og „umbreytingin mikla" var nú
in honum sjálfum velkomin. Og þeS*
vœntum vjer, að hann hafi nú feng|U
að fagna þeim páskum, sem aldre'
taka enda.