Fanney - 01.12.1905, Qupperneq 18

Fanney - 01.12.1905, Qupperneq 18
14 F A N N E Y. »Það skulum við l)æði gera«, sagði konungurinn. Nú erum við bæði börn hennar. Komdu! Við skulum strax sækja hana«. Þegar þau komu út, stóð vagn fyrir dyrum með 6 hestum fyrir. IJau stigu inn í vagninn og óku burt í áttina til kofans. Eftir dálitla slund voru þau komin inn i fátæklegu híbýlin gömlu konunnar. Hún varð svo frá sér numin af undrun yfir allri þeirri dýrð er hún sá, að hún kom ekki upp nokkru orði. Svo l'ór hún með þeim heim í konungshöllina. Fátæka slúlkan hún Katrín var nú orðin drotning. Hún og engin önnur átti nú að bera kórónuna; og hún var tignarleg þar sem hún sal í hásætinu við hliðina á konunginum, sem lnin elskaði af öllu hjarta og hafði gerl hamingjusaman. Pau lifðu saman mörg ár og voru elskuð og virt af þjóðinni. — Og þó mörg ár séu nú liðin siðan þetta skeði, þá liafa öll góð börn enn þá gaman af að heyra sög- una af fátæku stúlkunni með hreina hjartað. (A. St. þýddi). H U N D H U Ð U M þúsunda af krist- num heimilum eru reist upp jóla- tré á hverju ári og kveiktur ó- tölulegur ljósafjöldi til að gera stundina bjarta og hátíðlega og gleðja börnin. Og þegar þið eruð að dansa í kringum jóla- tréð vkkar, börnin góð, þá eru miljónir af börnum á ykkar reki í öllum álfum heimsins að gera slíkt hið sama. Og alstaðar ber eitlhvað líkt fyrir mann, hvort sem það er suður í Brasilíu, austur í Japan eða norður á íslandi: Falleg grein af ungu grenitré er ilutt heim og selt upp á borðið. — Grenitréð er grænt allan vetur- inn og því bezt til þess fallið af öllum trjám að vera jólatré. Því miður vex það ekki liér á landi, svo við þurfum að fá okkur jólatré frá Noregi. Utan á það er svo liengt alls konar skraut og jólagjafir og mörg

x

Fanney

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.