Fanney - 01.12.1905, Side 50
46
FANNEY.
BARDAGI VIÐ BLEKFISK.
U Ð U RSTRÖND
Ástralíu er aðal-
að seturs staður
blekfiskanna. Sá
maður, sam er svo
djarfur að l’á sér
liað þar við ströndina, á það á
hættu, að verða umvafinn af
hinum 8 löngu örmum þessa ó-
geðslega dj'rs.
Ástralskt blað eitt segir eftir-
farandi sögu um bardaga við
blekfisk:
»Kafarinn Smale fór niður á
sjávarbotn til að sprengja burt
klett, sem tálmaði siglingu upp
í ána Moyne. Þegar liann var
nýbúinn að koma dynamit-
sprengitólunum fyrir, fansl lion-
um sem kaðli væri brugðið um
sig miðjan og hert að. í sama
bili var vinstri handleggur hans
óhreyfanlegur, eins og liann væri
undir fargi eða í pressu.
Hann vai hertekinn af einum
af liinum hræðilegu bleldiskum.
í myrkrinu gat hann eygt ó-
freskjuna, þar sem hún var inni
í klettaskútanum.
Hann reyndi að losa sig, cn
það var ómögulegt. Það var
eins og hann væri bundinn ineð
járnviðjum. Og í viðbót var nú
]>riðja armi ófreskjunnar vaíið
um fót hans.
Ástandið var óttalegt. — Ef
mennirnir, sem voru uppi í
bátnum, tækju nú að draga
liann upp, mundi bandið óðara
slitna og þá væri úli um liann.
Hann hafði nú verið niðri
fjórðung stundar, og mennirnir
í bátnum voru orðnir leiðir að
bíða; þeir sendu því það merki
niður til lians með þræðinum,
að þeir vildu fara að draga
hann upp, en hann gaf þeim
aftur það merki, að hann væri
ekki tilbúinn.
Enn þá hafði hann lausa
hægri höndina.
Hann reyndi nú að losa dýrið
við kletlinn, því að ómögulegt
var honum að losna úr klóm
þess, og því ekki um annað að
gera en að láta draga það upp
með sér. Hann barði með járni
á einn af örmunum, sem það
hafði sogið fastan í klettinn,
þangað til lrann slepti klettin-
um og val'ði sig um kropp kal'-
arans.
Fjórir arínarnir voru nú faslir
við klettinn og fjórir vafðir um
manninn. Hann hélt nú áfram
að losa þá við klettinn; og jafn-
framt því sem þeir sleptu klett-
inum vöfðust þeir um kafarann.
Þó haí'ði hann alt af lausa
hægri liöndina og frían liálsinn.